Stöðvið heiminn, hér vil ég út!

Staða í bæjarstjón Kópavogs er afar þröng um þessar mundir. Eftir bæjarstjóraævintýri Guðríðar Arnardóttur ákváðu samstarfsflokkarnir Næst besti flokkurinn og Kópavogslistinn að vilja ekki vinna í meirihlutanum, eða réttara sagt ekki með Guðríði og Samfylkingunni. Það er ekki verið að kvarta yfir þeirri áráttu Guðríðar að segja ekki satt og heldur ekki þörfinni fyrir að plotta og spila leiki, nei samstarfsfólk hennar þolir ekki að Guríður setur eigin hagsmuni ávallt í fyrsta sæti og að hún skuli ekki hafa neitt samviskubit að rústa lífi þeirra sem í vegi henni verða. Framgangan gagnvart bæjarstjóranum er tekið sem gróft dæmi um þetta.

Þegar á reynir kemur líka veikleikar nýrra flokka á Íslandi. Reynslu og þekkingarleysi. Sagan segir okkur að síðustu áratugina lifa nýjir flokkar ekki nema skamman tíma.  Þessir tveir flokkar vilja nú vera í minnihluta og deyja síðan. Þessi stjórnarseta var þeim um megn. 

Sætasta stelpan á ballinu er komin uppí og til í hvað sem  er, en liggur fyrir með súkkulaðiskálina, klædd í djörf undirföt frá Tantra en enginn vill koma uppí, þrátt fyrir að stúlkan þyki nautgreind. 

 Þá er það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Enginn treystir Guðríði, og Hafsteinn Karlsson þykir hafa spilað slæma leiki á kjörtímabilinu. Hjá Sjálfstæðisflokki er staðan líka veik, því Ármann hefur ef eitthvað hafa veikt stöðu sína frá því að hann tók við sem oddviti. Hins vegar eru miklir kærleikar milli Ármanns og Guðríðar, sem skilja vel hvort annað sem aðrir gera ekki. Guðríður beitti sér þannig í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og smalaði til stuðnings Ármanni. 

Bæði Áramann og Guðríður gera kröfu um bæjarstjórastólinn, en talið er að mikil andstæða verði við slíkt. Hugsanlegur möguleiki er að hin metanaðrfulla Magrét Björnsdóttir bjóðist til að taka verkefnið að sér en vantar sennilega stuðning annarra bæjarfulltúra til þess. Aðrir munu krefjast þess að núverandi bæjarstjóri sitji áfram, en Guðrún Pálsdóttir hefur nú almennan stuðning og samúð í bænum. 

Ef niðurstaðan verður að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG myndi meirihluta, verður það súrsæt blanda. Flestir bæjarbúar vildu eflaust helst að kosið yrði að nýju. Fyrirfram hljóta að vera til staðar miklar efasemdir um traust  á milli bæjarfulltrúanna. Almennir félagar í þessum stjórnmálaflokkum munu ekki líða neinn refshátt.   Í upphafi er ekki traust á milli bæjarfulltrúa, og síðan ekki traust fokksmanna á bæjarfulltrúm samstarfsflokkana, og eigin bæjarfulltrúum. Það er ekki góð byrjun. 


mbl.is Vill viðræður næst án VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband