1/3 karlar og 2/3 konur nemar í Háskólanum

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að alls eru skráðir 13.706 nemendur í Háskóla Íslands, 8.958 konur og 4.748 karlar. Þetta hlýtur að kalla á umræðu um greiningu og jafnrétti.

Þetta á sér eflaust margar skýringar. Ein af þeim getur verið að konur eru orðnar nánast einar eftir í kennarastétt. Það eru flestir sem telja þessa þróun afar slæma fyrir nemendur, ekki síst fyrir stráka. 

Kennarar hafa auðvitað áhyggjur af þessari þróun. Launaþróun kennara síðustu áratugina hefur ekki verið góð, og því oft kennt um að þar sem þetta er orðið flokkað sem kvennastétt, séu launin lág.

Þeir karlmenn sem eftir eru, finna einhverjir til hinna ,,kvenlegu gilda". Þeir eru fyrir. Það gilda önnur sjónarmið fyrir karla en kvenna. Varðandi frí, varðandi stöður. Rétt eins og karlrembur voru við störf fyrir fáum áratugum, verður í vaxandi mæli  vart við kvenrembur.

Fyrir 2-3 árum var ég að ræða við starfsmann Endurmenntunardeild Háskólans. Hún sagði mér að þar starfaði aðeins konur. Svo bætti hún við. ,,Við konur höfum miklu meiri þekkingu á endurmenntun en þið karlarnir".  Ég leit hana rannsóknaraugum, en það vottaði ekki fyrir glettni. Hverning hefðu konur brugðist við ef það hefðu verið karl sem hefði látið þessi orð falla. 

 


Bloggfærslur 12. október 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband