Afsögn vegna framhjáhalds?

David Petraeus sagði af sér starfi yfirmanns CIAí dag. Það sem er merkilegt við þetta er að hann segir af sér embætti vegna þess að hafa haldið fram hjá konu sinni eftir 37 ára hjónaband. Þetta þykir nú ekki mikið mál hérlendis, en víða í nágranaríkjum okkar hefur kerfið mjög stíft aðhald með meintri siðblindu. Einstaklingar haldir siðblindu geta skaðað samfélagið mjög mikið, og yfirleitt setja þeir eigin hagsmuni ofar heildarhagsmunum. 

Það er alls ekki auðvelt að bera kennsl á siðblindu, því einstaklingar haldnir henni, dyljast mjög auðveldlega. Skoðum nokkur einkenni: 

  1. Tungulipurð / yfirborðskenndir persónutöfrar
  2. Stórmennskuhugmyndir um eigið ágæti
  3. Lygalaupur
  4. Slóttugur, falskur, drottnunargjarn
  5. Skortir á eftirsjá eða sektarkennd
  6. Yfirborðskennt tilfinningalíf
  7. Kaldlyndur / skortir samhygð
  8. Ábyrgðarlaus um eigin hegðun (kennir öðrum um)
  9. Spennufíkill / leiðist auðveldlega
  10. Sníkjudýr (á öðrum eða „kerfinu“)
  11. Léleg sjálfstjórn
  12. Lauslæti
  13. Skortir raunsæ langtímamarkmið
  14. Hvatvísi
  15. Ábyrgðarleysi


Hérlendis hefur það ekki þótt mikið mál þó að einstaklingar í ábyrgðarstöðum síni glögg merki siðblindu. Við getum hins vegar ekki átt von á miklum breytingum á Íslandi nema við gerum stífari kröfur. 

Siðblindir einstaklingar sækja gjarnan í stöður eins og stjórnmál, fjölmiðla og fjármálastofnanir. Yfirleitt skapa þessir einstaklingar fljótlega vandamál. Hér á landi komast þeir oft  og iðulega upp með sliðblindu sína og haldast lengi í starfi þrátt fyrir mikla óánægju með störf þeirra. Svokölluð korktappaáhrif. 

 


mbl.is CIA-stjóri hættir vegna framhjáhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband