Er rétt að afskrifa Vaðlaheiðagöng?

Undanfarnar vikur hefur verið mikið fjallað um Vaðlaheiðagöng, án þess að kafað hafi verið djúpt í málin. Verkfræðingur sem mér skilst að hafi  komið að gerð Hvalfjarðarganga, reiknar út að rekstur Vaðlaheiðaganga muni ekki ganga upp. Á sama tíma er verið að skoða tvöföldun Hvalfjarðarganga. Inn í þessa umræðu kemur að lítið traust er á mörgum þeim sem komu að ákvörðun um Héðinsfjarðargöng og þau tekin sem dæmi um pólitískt sukk.

Þegar gerð er skoðanakönnun eftir þessa umfjöllun, er ekki verið að kanna vilja upplýstra einstaklinga. Til þess skortir einfaldlega upplýsingar í fjölmiðlum. 

Ákvörðun um Vaðlaheiðagöng á ekki að vera spurning um hvort hægt sé að klekkja á Steingrími Sigfússyni, Kristjáni Möller eða einhverjum öðrum. Heldur faglegt mat um kostnað, áætlaðar tekjur og síðan samanburður milli valkosta. 

Ég vil sjá skoðanakönnum um Vaðlaheiðagögn þegar farið hefur yfir málið og það  mat hefur verið vel kynnt. Ákvarðanir um vegaframkvæmdir eiga ekki að mótast af upphlaupum í fjölmiðlum. 


mbl.is 28% vilja Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband