26.2.2012 | 22:57
Álfheiður Ingadóttir í gæsluvarðhald?
Það er með ólíkindum hvað meintur þáttur Alþingismanna í Búsáhaldabyltingunni hefur verið lítið rannsakaður. Nú þegar Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að ljóst væri að í mótmælunum hefðu verið gerendur á sviðinu sem voru framarlega í stjórnmálum og eru enn í dag. Mótmælunum hafi verið á tíma verið stýrt inn úr Alþingishúsinu og mótmælendur hreyfst til eftir skipunum inn af Alþingi.
Stöð 2 sagði strax frá því að Álfhildur Ingadóttir hefði oft verið nefnd í þessu sambandi. Nú þegar þetta er komið fram með þessum hætti, með frásögn eins af okkar virtustu lögreglumönnum, hljóta lögregluyfirvöld að setja Álfhildi í gæsluvarðhald, svo hún ekki skemmi væntanlega rannsókn. Skiptir þá litlu máli hvort hún yrði geymd á Skólavörðustígnum eða Litla hrauni. Þingmaður sem situr undir jafn alvarlegum ásökunum getur varla gengið laus.
Yfirlýsing Harðar Torfasonar um að hann einn hefði stýrt Búsáhaldabyltingunni, stangast á fyrri yfirlýsingar hans. Hann fordæmdi sjálfur ofbeldið sem Geir Jón er að fjalla um. Það ofbeldi var stýrt af öðrum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.2.2012 | 09:26
Krafan um bætt lýðræði og nýa stjórnarskrá?
Verið er að undirbúa breytta stjórnarskrá. Fyrst var kallaður til þjóðfundur, sem var hið besta mál. Vel skipulagður og heppnaður. Fjöldi fólks kom saman til þess að ræða m.a. grunngildin sem við viljum hafa í okkar samfélagi. Þá kom að stjórnlagaráði. Þeir útvöldu sem áttu að taka kalekinn af Alþingi og semja nýja stjórnarskrá. Þar sem hér hafði orðið hrun, var stjórnarskráðin auðvitað kolómuguleg. Stjórnarskráin þurfti sannarlega endurbóta, en stjórnarskrá er eitthvað sem á og verður að halda til lengri tíma, en ekki plagg sem menn eru að rugla í eftir tíðarandandum.
Stefnumótun er grunnplagg sem fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar gera til þess að gera stefnu til lengri tíma skýra, ákveða andann og setja niður mörg skref á vegferð að settum markmiðum. Stefnumótun er ekki samin af einum aðila heldur kemur hópur fólks og vinnur þessa vinnu og er yfirleitt sátt um niðurstöðuna. Lýðræðisvinna með sátt.
Hæstiréttur dæmdi kjör til stjórnlagaráðs ólöglegt. Það var afleit niðurstaða, fyrir framhaldið. Þá skipaði meirihluti Alþingis stjórnlagaráð sem vinnunefnd. Það eitt er ekki í anda stefnumótunar eða lýðræðislegra vinnuhátta.
Stjórnlagaráð tók til starfa og niðurstaðan var framar vonum. Þetta plagg hefði verið kjörið til þess að Alþingi hefði síðan fullunnið. Á Alþingi er nú ríkisstjórn sem er rúin öllu trausti. Með ríkisstjórn sem notar allt að því alræðislega stjórnarhætti. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að koma fram stjórnarskrá sem unnin er af því hugarfari að sátt skapist. Fólkið í landinu þarf að geta sagt, þetta er stjórnarskráðin okkar. Hvar sem fólk er í flokki.
Áfram heldur klúðrið, nú skal skipa eitthvað, sem enginn veit hverju á að skila og hvernig skal vinna. Alræðisstjórnandinn er ekki fær um að leiða lýðræðislegt vinuferli. Það gera aðeins unnendur lýðræðislegara vinnuhátta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 26. febrúar 2012
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10