11.3.2012 | 23:41
Sigurvegarinn í Samfylkingunni
Var bent á afar áhugavert viðtal við Frosta Sigurjónsson í Silfri Egils í dag og leit inn. Stoppaði við þegar ég sá að Kristrún Heimisdóttir var í þættinum, en mér finnst hún vera málefnaleg, en jafnframt hörð í horn að taka.
Kristrún lýsir yfir vanþóknun á réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Um það að hún hélt ræðu um þetta mál í Hörpu sagði hún: ,,Ég hef verið kjöldregin í mínum eigin flokki af mörgum fyrir að gera það, en ég hefði verið aumingi ef ég hefði ekki gert það". Það var ekki nema von að Egill Helgason segði af lokinni tölu Kristrúnar, ein mesta ræða sem haldin hefur verið í Silfrinu.
Samfylkingin sem á í miklum forystuvanda, þar sem þeir finna ekki leiðtoga til þess að taka við flokknum. Ég get vel skilið að andstæðingar Samfylkingarinnar vilji að flokkurinn líti fram hjá Kristrúnu, en ég sé engan fulltrúa jafn frambærilegan, og ekki einu sinni nálægt getu hennar.
Í siðareglum sem Samfylkingin var að setja segir m.a. ,, Við tökumst á við ágreining og viðurkennum að hann er eðlilegur hluti af samskiptum þar sem frjáls skoðanaskipti fara fram". Það er eðlilegt að skoða hvað Kristrún segir í þessu ljósi.
Nú skiptist Samfylkingin í þrjú flokksbrot gamla Alþýðuflokkinn, Kvennalistann og gamla Alþýðubandalagið sem jafnframt inniheldur Þjóðvaka. Flokksmenn vita að vandinn fyrir næstu kosningar er mjög mikill. Nýr foringi þyrfti að taka við í síðasta lagi um mitt þetta ár, ef takast á að koma í veg fyrir algjört afhroð. Fyrir því er ekki skilningur hjá Jóhönnu eða flokksforystunni.
Á meðan Samfylkingin sekkur, kennir Kristrún Heimisdóttir lögfræði á Akureyri. Eiríkur Bergmann sagði nýlega að það síðasta sem Ísland þarf á að halda, og þá væntnanlega Samfylkingin ekki heldur. Eftirspurnin eftir Kristrúnu er því sennilega ekki til staðar innan Samfylkingarinar.
Bloggar | Breytt 12.3.2012 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 11. mars 2012
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10