2.3.2012 | 23:12
Helsta vandamál nýrra flokka.
Reynsla af nýjum flokkum er ekki sérlega góð á Íslandi. Þeir sem sem hafa staðið af sér nýabrumið hafa flokkast undir fjórflokkinn. Vandamálið hefur ekki verið snilli þeirra gömlu, heldur þekkingarskortur, agaleysi og reynsluleysi í félagsmálum, þeira sem standa að nýju flokkunum.
Frjálslyndi flokkurinn er gott dæmi. Byggður um óánægju með að Sverrir Hermannsson var settur á kaldan klaka. Átti sér fylgi meðal annars meðal þeirra sem óánægðir voru með kvótakerfið. Hefðu getað þróað sig en sitjandi formaður þekkti ekki sinn vitjunartíma, á viðkæmum tíma í sögu flokksins.
Borgarahreyfingin er annað afl, sem náði 4 þingmönnum á þing í síðustu kosningum. Þessir fjórir vöktu athygli hér innanlands þegar þeir héldu því fram að þeir einir væru fulltrúar þjóðarinnar á þingi, hinir 59 þingmennirnir væru fullrúar hagsmunaafla. Þó þetta viðhorf væri nýtt hérlendis, er þetta þekkt í stjórnmálasögu annarra ríkja. Um miðjan fjórðaáratug tuttugustu aldar, kom fram flokkur í Þýskalandi sem hélt þessu fram, og reyndar samskonar flokkar hjá öðrum þjóðum. Það hefur e.t.v. ekki þótt tilhlýðilegt að upplýsa íslensku þjóðina um fyrirmyndina. Þessir fjórir gátu aðsjálfsögðu ekki starfað innan Borgarahreyfingarinnar, enda þar ekki næg félagsmálaþekking til staðar og Hreyfingin stofnuð. Sennilega er þetta nafn fundið, vegna þess að þessir þingmenn hafa verið á allmikilli ,,hreyfingu" á kjörtímabilinu. Einn þingmannana sendi tölfupóst þar sem efast er um geðheilsu eins úr hópnum, sem fyrir vikið yfirgaf samkomuna og fór í VG. Þegar skoðanakannanir eru nú gerðar, er rétt eins og ekki sé spurt um Hreyfinguna, því hún mælist ekki.
Nú kemur Samstaða fram og mælist með yfir 20% fylgi. Þá kemur enn einn tölvupósturinn, nú frá Lilju Mósesdóttur. Það kæmi mér ekki á óvart að Samstaða mældist með um 5% fylgi í næstu skoðanakönnun.
Auk flokksfélaga með litla félagsmálaþekkingu og reynslu, verða þessir flokkar oft fyrir því að á flokkana sækja hverúlantar og siðblindir einstaklingar, sem hvergi annars staðar þrífast. Þegar þessir aðilar fá ekki öllum óskum sínum uppfyllt, eru þeir komnir í fjölmiðla og hafa lljótar sögur að segja.
Ég sé ekki miklar líkur á að nýjir flokkar nái miklu fylgi í næstu kosningum, sem er slæmt því að það verða allmargir þingmenn sem fá að taka pokann sinn eftir næstu kosningar.
![]() |
Hún á að pakka saman og hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 2. mars 2012
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10