Fjármálaeftirlitið búið að kæra aðalsökudólg hrunsins?

Nú nærri fjórum árum eftir hrunið eru afar fáir eða engir sem við gætum flokkað undir útrásarvíkinga sem hafa farið fyrir dóm.

Í Vikunni er viðtal  Sigrúnu  Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjós starfsmanna Kópavogsbæjar. Hjá henni kemur fram það sem svo oft gerist í glæpamálum, að þeir stóru sleppa, en síðan er fundinn einhver sem sökinni er skellt á.

Það vekur athygli að sá sú af stjórnum Lífeyrissjóðanna sem minnstu töpuðu í hruninu, skuli ein sæta ákæru, í stað þess að hljóta lof fyrir. Stjórn lífeyrissjóðsins stóð frammi fyrir því að hafa 500 milljónir, og  fáir eða engir útlánamöguleikar. Þau völdu því að lána Kópavogsbæ, eftir að hafa ráðfært sig við Fjármálaeftirlitið.

Þegar farið var að tala um fangelsi, brugðust fjórir stjórnarmenn sjóðsins, þau Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson, Ómar Stefánson og Sigrún Guðmundsdóttir við með því að þau hafi ekkert vitað og framkvæmdastjóri sjóðsins Sigrúnu  Bragadóttir og Gunnar I. Birgisson hafi farið á bak við þau. Eftir rannsókn var öll stjórnin og framkvæmdastjórinn kærð.

Það ömurlegasta við þetta mál er að í viðtalinu segir Sigrún frá því að hún hafi fengið símtal frá lögmanni, sem sat með tvo stjórnarmenn fyrir framan sig þar sem verið var að samræma málatilbúnað, framkvæmdastjórinn átti að skella skuldinni á Gunnar Birgisson einan.

Hver er þessi lögmaður? Hverjir voru stjórnarmennirnir tveir? Skýrir þetta afstöðu fjögurra stjórnarmanna hversu lítilmannlegt sem það nú er? 

 Viðtalið við Sigrúnu Bragadóttur er átakanleg lýsing á því, þegar opinberir aðilar gefa skít í þá sem reyna að sýna ábyrgð, en dekra við skúrkana. 


mbl.is Á níunda tug mála til ákæruvalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband