Þingmaður óskar eftir rannsókn á eigin klúðri!

Stundum er það einungis heimskan sem rekur þingmenn í ræðustól á Alþingi eða er það blanda af sektarkennd yfir eigin klúðri og kjánaskap. Það var einmitt af þessum ástæðum að Helgi Hjörvar stóð upp og taldi að nú væri kominn tími til þess að hefja næstu rannsókn á hugsanlegu tapi á hluta af þeim fjármunum sem settir voru í Kaupþing á hrundögunum.

Um leið og strákurinn hafði misst þetta út úr sér áttaði hann og allir aðrir í salnum að Helgi Hjörvar var að kalla eftir rannsókn á Icesavesamningunum, og einkavæðingu bankanna til erlendra útrásarvíkinga, vogunarsjóðanna. Hvort tveggja studdi Helgi Hjörvar.

Tveir ráðherrar sátu sótsvartir í framan af bræði. Nú hæfist umræðan að draga þau fyrir Landsdóm, Jóhannu og Steingrím.

Steingrímur heyrðist hvæsa: ,, Geturðu ekki hafið hemil á þessu strákgerpi"
Jóhanna svaraði hvasst. ,,Ég fékk hann úr Alþýðubandalaginu þínu"
,,Þegiðu", svaraði Steingrímur

Það eru að koma páskar, og síðan styttist í þinglok. Í haust verða það fjárlögin og þigi lykur í janúarlok. Þetta er að verða búið.  Síðan kemur aldrei aftur vinstri stjórn.


Bloggfærslur 22. mars 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband