Guðmundur Ólafsson í heimsókn

Á laugardaginn kom Guðmundur Ólafsson í heimsókn í Kópavoginn. Guðmundur hefur þannig styrkleika að fjalla um aðalatriðin og setja þau fram á mannamáli. Áður fyrr hélt ég að Guðmundur væri vinstri maður, en eftir þennan fund er hann í mínum huga fyrst og fremst hagfræðingur. Hann ásamt fleirum komu að svokallaðri þjóðarsátt sem hafði á sínum tíma afgerandi áhrif á að í allnokkurn tíma náðum við góðum árangri við verðbólguna. Í hagstjórn næstu ára þar á eftir hældi Guðmundur Davíð Oddsyni sem hann sagði hafa borið af á síðustu öld. Hins vegar þurfa menn að kunna að hætta, bætti hann við. Það er oft erfitt.

Núverandi stjórnarflokkar fengu ekki háa einkunn hjá Guðmundi. Hann sló þó í gegn þegar hann sagði réttilega að hluti Sjálfstæðisflokksins væri harðir kommúnistar, sem hefðu aukið ríkisumsvif geysileg á síðasta stjórnartíma sínum.

Guðmundur ganrýndi hækkun stýrivaxta Seðlabanka og sagði þá aðgerð óskynsamlega. Hann svaraði gagnrýni á vertrygginguna, að útreikningur hennar væri í heildina rétt þó alltaf væri hægt að benda á einn og einn þátt, gæfi verðbólguútreikningurinn góða heildarmynd.

Eftir hrun hefur verið hamrað á því að hagfræðingar væri ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. Guðmundur sagði þetta fyrru, og í grunninn væru flestir hagfræðingar sammála um helstu þætti.


Er klappstýra útrásarvíkinganna vaktaður?

Það þarf ekki að fara til Bandaríkjanna til þess að ofbeldismenn eins og Hallgrímur Helgason yrðu settir í steininn og fylgst yrði með þeim áfram. Ef einstaklingur réðist á bíl forsætis ráðherra og berði hann að utan í Danmörku, Noregi Svíþjóð, Þýskalandi eða Bretlandi, yrði viðkomandi snarlega settur í steininn, dæmdur og síðan fylgst náið með honum, sími hans hleraður og ef hann sýndi afbrigðilega hegðun aftur yrði hann settur aftur inn og í rannsókn.

Nei Hallgrímur gengur öugglega ennþá laus, þegar ríkisstasjórn kommúnista er við völd. Hvort bók hans 10 ráð til þess að hætta að drepa fólk og vaska upp, sé tilraun Hallgríms til hæta ofbeldinu, skal ósagt látið. Rétt eins og talið er eðlilegt að fylgjast með mótorhjólagengjum er eðlileg að fylgjast með Hallgrími.


mbl.is Bók Hallgríms í 8. sæti á Amazon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband