Er ásættanlegt að Jóhanna Sigurðardóttir blekki þjóðina ítrekað og segi henni ósatt?

Það vissu allir að það voru ekki kærleikar á milli þeirra Ólafs Ragnars og Davíðs Oddsonar. Það var miður að þessir tveir forystumenn íslensku þjóðarinnar gætu ekki lagt persónulegan ágreing sinn til hliðar. Þeir áttu þó samskipti, töluðust við og hittust.

Við vissum líka að það væri stirt milli Jóhönnu og Steingríms annars vegar og Ólafs Ragnars eftir Icesavemálið, en þar sem mikil hætta steðjaði að þjóðinni óraði mann ekki við því að samskiptin væru fryst. Ólafur ferðaðist víða erlendis og talaði máli okkar. Oft virtist hann nærri því sá eini. Jú, Jóhanna nær mállaus á erlendri grund, auk þess sem hafði ekki þá persónutöfra sem fékk menn til þess að hlusta. Jóhanna og Steingrímur settu samskiptin við forsetaembættið á ís. Brutu þau ákvæði stjórnarskrárinnar? Er hér komin viðbótarástæða til þess að stefna þeim fyrir Landsdóm?

Að sjálfsögðu vísar Jóhanna Sigurðardóttir þessu á bug. Það gerir hún alltaf. Hún var áður þver baráttukona, en talin heiðarleg, nú blekkir hún og lýgur. Hennar nánustu kenna aðstoðarmanni hennar, Hrannari Arnarssyni um. Hann sé óvenju ómerkilegur pólitíkus, sem vílar ekkert fyrir sér. Sonur Kristínar Ólafsdóttur þjóðlagasöngkonu, og Arnars Sigurbjörnssonar úr Flowers. Hann hefur vissulega slæmt orðspor, en það skiptir engu hvort einhver segi Jóhönnu að blekkja og ljúga að þjóðinni, eða hún finni það upp hjá sjálfri sér. Verknaðurinn er jafn slæmur.


mbl.is Vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn ásakar RÚV um ófagleg vinnubrögð

Það er alvarlegt mál þegar Ólafur Ragnar ásakar RÚV um ófagleg vinnubrögð, og að fréttrastofan hafi veri misnotuð. Í þeim tilfellum sem ég man eftir að RÚV hafi verið gagnrýnt, hafa forráðamenn RÚV alltaf vísað mistökum á bug. Í venjulegum fyrirtækjum gera starfsmenn mistök og það er hluti af styrkleika hvers fyrirtækis ef starfsmenn eða forráðamenn taki ásakanir eða ábendingar alvarlega og biðjist afsökunar. Fjölmiðlar eru mun líklegri til þess að gera mistök, en önnur fyrirtæki. Ástæðan er að starfmenn þurfa að vera afar vel að sér og um flesta fjölmiðlamenn er sagt (einnig af þeim sjálfum), að þeir þekki til mjög margra mála, en sú þekking er takmörkuð.

Ólafur hefur sagt að eiginmaður Þóru Arnórsdóttur haf fjallað um Ólaf á vafasaman hátt mánuðinn áður en Þóra bauð sig fram. Ég á erfitt með að trúa slíku dómgreindarleysi bæði af hendi Svavars, Þóru og síðan forráðamanna RÚV.


mbl.is Forseti gagnrýnir fréttir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband