RÚV blekkti vítsvitandi.

Í viðtalsþætti RÚV um forsetakosningarnar, þar sem allir frambjóðendur mættu, var kynnt skoðanakönnun þar sem frekar mjótt var á mununum á  milli þeirra Ólafs og Þóru. Ólafur með 45% og þóra 39%.  Þóra tjáði sig um þessa könnun eins og sigurvegari. Hún var ánægð með niðurstöðuna. Það sem ekki var sagt, en skiptir höfuðmáli var að skoðanakönnunin var tekin að mestu fyrir þátt með Ólafi, Herdísi og Þóru á Stöð 2,  þar sem Ólafur og Herdís stóðu sig mjög vel, en Þóra ekki. Skoðanakönnun eftir þann þátt sýndi að  57% áhorfenda  töldu Ólaf hafa staðið sig best, en aðeins 19% töldu Þóru standa sig best. Með þessari framsetningu var reynt að koma Þóru aftur inn í leikinn. Það var ófaglegt og heimskulegt af starfsmönnum RÚV.

Þessi vinnubrögð starfsmanna RÚV er þeim mun gangrýniverðari, að einn frambjóðandana hefur Herdís Þorgeirsdóttir hefur hvatt RÚV til þess að láta utanaðkomandi stjórna umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar, þar sem Þóra Arnórsdóttir var starfsmaður RÚV. Útvarpstjóri setti málið í aulafarveg, og  einhverjar málpípur gáfu út að ekkert væri við framgögnu RÚV að athuga. 

Niðurstaðan í skoðanakönnun nú segir að Ólafur Ragnar hafi 58% fylgi, Þóra hafi 28%, Ari Trausti hafi 8%, Herdís 4%, og þau Andréa og Hannes 1%. 

Það er auðvitað ekki líklegt að margt gerist fram að kosningum. Jón Baldvin hefur skipað Jóhönnu að halda sér frá kosningabaráttunni, en bara tenging Þóru við Samfylkinguna hefur skaðað hana. Herdís hefur áunnið sér mikla virðingu, og það hefur Andréa einnig gert. 

Ef það væri einhver töggur í Páli Magnússyni setti hann Margréti Marteinsdóttur slakan og mjög hlutdrægan þáttastjórnanda hjá RÚV í veikindaleyfi, til Kanarí ef annað dugar ekki, til þess að halda þá litlu virðingu sem RÚV heldur eftir framgöngu starfsmanna stofnunarinnar. 


Bloggfærslur 15. júní 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband