Höldum forsetakosningabaráttunni frá lákúrunni.

Nú hef ég ekki fylgst mikið með kosningabaráttu forsetaframbjóðandanna að undanförnu. Sá fyrir tilviljun myndband af Þóru Arnórsdóttur þar sem hún hélt bolta á loft. Sem gamall knattspyrnuþjálfari varð ég yfir mig hrifinn. Á ekki von á að aðrir frambjóðendur sýni slíka takta.

Ég var sannarlega opinn fyrir að heyra og sjá hvað frambjóðendurnir hafa fram að færa. Málfutningur Herdísar, Ólafs og Andrea hefur fallið mér í geð. Frammistaða Þóru hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum, og skrifa ég það á þá staðreind að hún er nýbúin að eignast barn og er því ekki tilbúinn andlega í harða baráttu. Ari Trausti hefur að mínu mati misst taktinn. Ég er ekki alveg að skilja framboð Hannesar. Held að það sé ekki endilega góð hugdetta, að þó maður fari í endurmenntun þá þurfi maður að bjóða sig fram til forseta. 

Það hefur farið í marga og skaðað Þóru að mjög margir upplifa bæði RÚV og Baugsmiðlana sem hlutdræga. 

Undir kvöldið kvöldið fékk ég á borðið hjá mér eitthvað mál um Svavar eiginmann Þóru, eftir eitthvað viðtal við Eirík Jónsson. Þetta blað fór ólesið í ruslatunnuna. Man eftir þessum Eiríki með einhvern þátt í einhverjum fjölmiðlinum hér um árið. Lægra sekkur fjölmiðun varla. Held að þetta slái DV við. 

Látum ekki slíka lákúru sóða þessa kosningabáráttu út. 


Bloggfærslur 20. júní 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband