Hafði Herdís rétt fyrir sér?

Þegar finna átti kandídata í forseta, var Herdís Þorgeirsdóttir eitt þeirra nafna sem fljótlega komu upp. Hún hefur mikla reynslu m.a. af fjölmiðlun, kennslu og lögfræðistörfum. Vel máli farin og vel lesin. Það sem háir Herdísi e.t.v. helst að hún kemur hreint til dyranna og segir hluti umbúðalaust. Það á ekki alltaf við og svo eru það mjög margir sem ekki vilja neina hreinskilni.

 Það vakti athygli þegar Herdís kom með þá ábendingu að RÚV ætti að fá utanaðkomandi til þess að sjá um umfjöllun um forsetakosningarnar. Í þættinum á RÚV skaut hún föstum skotum að Baugsmiðlunum og þeim hagsmunatengslum sem þar ríkja.  Doktorinn Herdís verður nú ekki sökuð um þekkingarleysi á fjölmiðlum og tengslum. Hefur bæði mikla reynslu á því sviði sem ritstjóri og síðan í menntun sinni.

Byrjum á Stöð 2, en umfjöllunin þar er talið vera eitt vesta fjölmiðlaklúður sem fram hefur komið. Herdís ákvað að vera áfram í þættinum, á meðan Ari Trausti, Andrea og Hannes gengu út. Herdís skoraði þar fullt af stigum. Sjórnendur þáttarins höfðu ekki getu til þess að vera hlutlausir. Þau höfðu hins vegar ekkert í Ólaf að gera. 57% áhorfenda töldu Ólaf hafa komið best út á sama tíma og 17% töldu Þóru hafa komið best út. 

 Þá er komið að RÚV. Herdís hafði rétt fyrir sér. Þrátt fyrir að  Heiðar Örn Sigurfinnsson hafi staðið sig vel, þá var framganga hins stjórnandans  Margrétar Marteinsdóttur þannig að í heild félll RÚV á prófinu. RÚV var ekki treystandi. Könnun sem tekin var fyrir stjónvarpsþáttinn á Stöð 2 var látin líta út sem ný könnun. Einu beittu fyrirspurnirnar voru til Ólafs, engar til Þóru. 

 Herdís kom vel út úr þessu dæmi, en auðvitað á hún enga möguleika. Ramminn sem fjölmiðlarnir hafa sett verkefninu hefur ekkert með lýðræði og jafnræði að gera. Getuleysi fjölmiðlanna til þess að taka á stórum málum, er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskt samfélag hefur ekki náð flugi eftir hrun. 


mbl.is Ósammála um 26. greinina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband