Er komið að leiðarlokum?

Í upphafi þessa stjórnarsamstarfs var greiningin sú að ESB myndi rústa annað hvort VG eða Samfylkingunni. Áður hafði engir kærleikar ríkt á milli þessarra flokka, og þegar Geir Haarde lagði til að VG yrði tekið inn í ríkisstjórnina var það Samfylkingin sem hafnaði. Það skyldi aldrei verða. Flokkarnir tveir kepptu um  forystuna á vinstri vængnum.

Nú þegar líða tekur á kosningar, kemur fram að verði VG sem myndi gjalda ESB vegferðarinnar. Skoðanakannanir benda til fylgishruns VG. Þar sem öllum má vera ljóst að aðildarumsóknin verður ekki afgreidd fyrir kosningar, mun ESB verða eitt af aðalkosningamálunum. Samfylkingin mun verðja á þau 30% sem vilja í ESB, en VG hefur enga stöðu. Í málinu hefur flokkurinn misst trúverðugleika. Nokkrir þingmenn VG átta sig á því að þeir eru að fara af þingi og þeir sem eftir sitja, munu vera í örflokki, sem alltaf eiga erfitt uppdráttar. VG verður í besta falli eins og varta á Samfylkingunni, nokkuð sem kjarni flokksins hefur engan áhuga á. 

Útspil síðustu daga var  yfirlýsing ráðherrarnir Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir  að nú sé tímabært til þess að endurskoða aðildarumsóknin. Tímasetningin er engin tilviljun. Steingrímur Sigfússon er erlendis, þar sem fjölmiðlar ná honum ekki. Ráðherrarnir tveir þær Katrín og Svanhvít eru í þungavikt í íslenskri pólitík. Ólíkar en gera báðar tilkall sem arftakar Steingríms í formanninn. 

 Auðvitað kemur útspilið fram með fullri vitund Seingríms. Á sama tíma fara fram á völlinn, hans langsterkustu fulltrúar. Ef Steingrímur stæði frammi fyrir því að, standa með þeim Katrínu og Svandísi eða að standa með Jóhönnu væri valið auðvelt. Málið er þegar afgreitt og ef þingmenn flokksins leggja ekki strax til fram tillögu á Alþingi um að fresta aðildarviðræðum eða hætta þeim, mun stjórnarandstaðan gera það. VG hefur engan áhuga á að afhenda stjórnarandstöðunni frumkvæðið í málinu.

Því er líklegt að næstu Alþingiskosningar verði í október eða í byrjun nóvember. Með því fer Samfylkingin löskuð til kosninga og með formann sem er búin að tapa tiltrú þjóðarinnar og líka mjög margra sem áður studdu Samfylkinguna. Alþýðuflokksarmurinn og kvennalistaarmurinn hafa engan málsvara.  VG mun því ná að reita fylgi af Samfylkingunni og henda aðildarumsókninni út af borðinu. Forysta VG er búin að átta sig á því að þetta snýst ekki um  báða flokkana. Það verður annar þeirra sem bíður afhroð, og VG sættir sig frekar við þá niðurstöðu að það verði hlutverk Samfylkingarinnar. 


mbl.is „Þetta rífur allt samfélagið á hol“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru vinstri menn skilnríksríkastir fyrir atvinnureksturinn?

Því hefur löngum verið haldið fram að það þurfi vinstri sinnaða miðjustjórn, til þess að skapa atvinnureksrinum hvað bestan jarðveg. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórn eru ráðherrar hans oft  uppteknir af einhverju allt öðru en að bæta atvinnuumhverfið. Þannig er Finnur Ingólfsson oft talinn einn besti iðnaðarráðherrann. Nú fá þau Össur Skarphéðinsson og þó sérstakelaga Katrín Júlíusdóttir frekar góða einkunn sem iðnaðrráðherrar. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa hins vegar flestir lagt stein í götu allra framfara og því hefur ekkert gengið.

Núverandi fjármálaráðherra Oddný G. Harðardóttir er eins og dregin upp úr vasa þeirra Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar. Þeim mun hærri skattar, þeim mun betri árangur. Líftími hennar í stöðu ráðherra verður stuttur, og mun aldrei eiga afturkvæmt í slíka aðstöðu aftur. 

Harlínu vinstri stjórn hafa engan skilning, hvorki á atvinnurekstri eða nokkur öðru. Það stefnir í að tímar þeirra séu taldir, því fyrr því betra fyrir þjóðina. 


mbl.is Trúir ekki að þingmenn samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband