Launahækkunin mistök?

Jæja, þá er Jóhanna á því að launahækkun Guðbjarts Hannessonar hafi verið mistök. Skiptir ekki máli hann situr bara áfram. Dómstólar dæma ráðherra reglulega fyrir brot á lögum. Bara smávægileg mistök og þeir sitja áfram. Steingrímur sendir algjörlega óhæfan samningamann út til Englands til þess að semja um Icesave og boðaði komu á ,,glæsilegri niðurstöðu" . Þetta lögðu þau hjúin fyrir meirihlutann sem átti að samþykkja óséð. Síðan viðurkenndi Jóhanna að betur hefði verið að fagmaður hefði farið fram. Enginn segir af sér, en Svavar Gestsson er sendur í útlegð í Dalina. 

Ég ber ábyrgð sagði Jóhanna. Ég ber ábyrgð sagði Steingrímur. Bæði segja ósatt. Þau bera enga ábyrgð. Þau sitja bara áfram, fram að kosningum. Þá verða þau sett í minnst 18 ára endurhæfingu. Það mun ekki duga til. Þeirra tími er liðinn. 


mbl.is Launahækkunin mistök að mati Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt sveitarfélag fyrir allt landið!

Það er mikill misskilningur að sameining sveitarfélaga sé alltaf til góðs. Sannarlega getur sameining verið hagkvæm. Þannig verður fljótlega kosið um sameiningu Álfarness og Garðabæjar. Þó að Álfarnes sé skuldugt sveitarfélag, eiga þeir einnig eignir sem eru mun verðmeiri. Tekist hefur á undraverðan hátt að snúa erfiðum rekstri Álftaness yfir í jákvæðan rekstur, og landfræðilega eru sveitarfélögin upplögð til að sameina. Það sem skiptir þó mestu máli er að stærð sveitarfélaganna sé þannig að við sameiningu verður til hagkvæmari rekstur. Eina sem þarf að huga að er að félagsleg einkenni á Álftanesi fái að halda sér.

Þegar verið er að  skoða sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, er um að ræða allt annað mál. Leitast er við að skipta Reykjavík upp í hverfiseiningar til þess að mæta því að Reykjavík er bæði rekstrarlega en þó miklu frekar félagsleaga allt of stór eining. Oft er vísað er til kannana í Danmörku þar sem heppilegasta stærð sveitarfélaga er talin vera 30 þúsund manns. Þó hefur verið sýnt fram á að mun minni sveitarfélög er góðar rekstrar og félagseiningar. 

Þeir sem endalaust vilja sameina, enda að lokum á einu sveitarfélagi, ríkinu. 


mbl.is Vilja sameina sveitarfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2012

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband