Útimennirnir gera útslagið

Það er ákaflega ánægjulegt að verið sé bæta þjónustu margra fyrirtækja. Fór á eina bensínstöðina fyirr skömmu og þá biðu tveir viðskiptavinir eftir að lokið væri að setja eldsneyti á bíla þeirra.

Ungur maður í afgreiðslunni hefur sennilega verið nýbúinn á námskeiði segir við mig. 

,,Hvað get ég gert fyrir þig"

,, Það er verið að athuga með olíuna á bílnum mínum"

Ungi maðurinn færðist allur í aukana. 

,,Meðan þú bíður vantar þig ekki eitthvað. Hér er allt til"

Ég var nú ekkert í fjárfestingarhugleiðingum, svo ég missti út úr mér, svona alveg óvart. ,,Áttu kannski til samfylkingarvara"

,,samfylkingarvara"? spurði ungi maðurinn óöruggur. 

Kona sem var við hliðina á mér, byrjaði að hlægja, en var samt afar fáguð. 

Ungi maðurinn varð vandræðalegur og hóf að fletta upp í vörulista. samfylkingarvari, muldraði hann en  loks gafst hann upp og sagði. 

,,Hann er örugglega til hjá útimönnunum" 

 

 

 

 


mbl.is Erfiðast að fara á klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2013

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband