Yfirmenn RÚV krefjast uppstokkunar á stofnunni!

Í dag var ég staddur í Háskólanum á Akureyri. Hé var á þeriri ráðstefnu sem ég var á og opið var inn í sal þar sem Dr. Grétar Þór Eyþórsson prófessor var að fara yfir kosningaspár og reyna að draga ályktanir um líkleg úrslit í næstu kosningum. Mjög áhugavert þó ég dragi sumar niðurstöðurnar í efa. Grétar spáði kosningaúrslitum nærri þeim kosningaspám sem hafa verið að undanförnu. Vissulega hafði hann ákveðna varnagla. Minnist frábærra kennslustunda hjá Ólafi Ragnari á sínum tíma, þá tókum við nemendur virkan þátt og sögðum skoðanir okkar. Nokkuð sem ég var ekki var við í kennslustundinni í dag. 

Hann vakti athygli á á skerandi mismun á spám Gallup og MMR annars vegar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins hins vegar og notaði lýsingu eins og töluleiki að mig minnir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fékk Framsóknarflokkurinn um 39% og Sjálfstæðisflokkurinn 17,5%. Með það í huga að skoðanakannanir hafa áhrif á fylgi var þessi könnun afar óvenjuleg þo ekki sé dýpra í árinna tekið. 

RÚV gerði þessari könnun afar vel skil og fékk ,,sérfæðing" til þess að túlka niðurstöðuna. . 

Síðar í dag kemur síðan næsta könnun Stöðvar 2 og Fretablaðsins. Þá er Framsóknarflokkunin að missa umtalsvert fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 50%. Þar sem ég hef áður gagnrýnt RÚV fyrir hlutdrægni var ég nánast sannfærður um að RÚV tæki málið ekki upp. Beið spenntur eftir kvöldfréttunum. Mikið rétt... ekki neitt. 

Yfirmenn RÚV eru ítrekað að koma þeim skilaboðum á framfæri að strax eftir kosningar fari fram uppstokkun á RÚV og það er full ástæða að taka þá kröfu alvarlega. Fréttastjóri og útvarpstjóri hljóta að taka pokann sinn, auk nokkurra óhæfra starfsmanna. Það er nóg af vel menntuðu og hæfu fjölmiðlafólki sem vill standa sig í starfi og hefur þroska til þess að sýna hlutleysi. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2013

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband