19.4.2014 | 17:51
Að skíta á Austurvelli
Við vorum á heimleið eftir skrall á 17 júní og gengum yfir Austurvöll. Klukkan var langt gengin 6 að morgni og lang flestir farnir heim til sín að sofa. Þá göngum við fram á ungan mjög drukkinn mann þar sem hann sat á hækjum sér og gerði þarfir sínar í blómabeð á Austurvelli. Ekki vorum við með myndavél, en tilefnið var áhugavert motiv. Hvað stendur til spurði einn okkar? Jú svaraði ungi maðurinn. Er að æfa mig í að kúka í beinni. Einn góðan veðurdag munu fjölmiðar flykkjast niður á Austurvöll og taka svona uppákomu upp. Þá verður fátæktin orðin mikil á fréttastofu Sjónvarps. Sjáið til, sá tími mun koma.
Jú mikið rétt, sá tími er sennilega kominn. Auðvitað er ólöglegt að gera þarfir sínar á Austurvelli og í hæsta máta ósmekklegt. Ekki veit ég hvort ungi maðurinn hefur æft þessar uppákomur síðar, en í gær kom fréttastofa og sýndi okkur þegar örfáar hræður úr Vantrú, spiluðu bingó með börnum sínum á Austurvelli. Tekið var fram að athæfið væri sennilega lögbrot og væri gert til þess að mótmæla rými kirkjunnar í íslensku samfélagi. Út um allt land hefur fólk safnast saman á þessum degi til þess að gera margt áhugavert, en sennilega fyrir algjöra tilviljun var fréttin líka á Stöð 2. Ef gjörningurinn er lögbrot þá er það í hæsta máta óviðeigandi að tefla börnum fram í ólöglega gjörninga. Það ef þetta væri gert fyrir trú viðkomandi, þá léti ég mér það í léttu rúmi liggja, en þar sem það er gert til þess að mótmæla eða ögra trú annarra er það ósmekklegt. Það er líka ósmekklegt í þessu ljósi af fréttastofu RÚV að gera þetta að sérstöku upptökuefni. Þessi ósmekklegheit fengu álíka mikið rými í fréttunum og hljómleikar Megasar með passíusálmunum, hljómleikarnir voru ekki ólöglegir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. apríl 2014
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10