6.7.2014 | 12:30
Ættfræði og íþróttalýsingar
Fyrir nokkrum árum kynntist ég braselíubúa (braselíana). Hann bjó hérlendis í nokkur ár. Knattspyrnan var í blóðinu hjá honum rétt eins og tangóinn, og sambatónlistin. Fljótlega eftir að hann kom ákváðu einhverjir stríðnir að líkja eftir knattspyrnulýsingum þeirra frá Suður Ameríku. Goool var spangólað með mikilli ástríðu. Hann glotti og sagði sallarólegur að hvert land hefði sína sérstöðu. Hjá þeim væri það spangólið, en hér væri það ættfræðin. Þessu var nú ekki sérlega vel tekið af landanum og hann spurður hvort hann gerði virkileg athugasemdir við Bjarna Fel og aðra íþróttafréttamenn. Hann svaraði í miðri knattspyrnulýsingu, hlustið:
Við heyrðum, þulinn telja upp nöfn þeirra sem fengu boltann hverju sinni, og hvort boltinn færi í horn, innkast eða dæmt var fríspark, rétt eins og við sæjum það ekki sjálfir.
Við sem höfum dvalið langtímum erlendis, þekkjum annars konar íþróttalýsingu eins og í Bretlandi eða Þýskalandi. Þá hefur íþróttafréttamaðurinn faglega þekkingu á íþróttinni, sem er afskaplega gagnlegt rétt eins og að það gagnast fréttamanni sem fjallar um efnahagsmál að vita eitthvað um efnahagsmál sjálfur.
Við erum enn sem komið er ekki efni á að koma okkur upp slíkum þulum t.d. í knattspyrnu. Það er vissulega áhugavert að hlusta á menn eins og Heimi Hallgrímsson, Gunnleif Gunnleifsson og Guðna Bergsson í hálfleik eða eftir leik og þá koma oft á tíðum góðir og gagnlegir punktar.
Þangað til verðum við að sætta okkur við að við eigum nokkuð í land að ná okkur eftir hrunið og þeir sem vilja meira en það sem boðið er uppá, geta horft á erlendar stöðvar.
![]() |
Krul: Sagði þeim að ég vissi hvar þeir myndu skjóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 6. júlí 2014
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10