19.8.2014 | 07:10
Brynjar Nielsson sem dómsmálaráðherra!
Vonandi er tími fagmennsku gengin í garð. Þar sem þeir bestu eru valdir í störf í stað annarra sjónarmiða. Nýlega var Már Guðmundsson ráðinn sem Seðlabankastjóri. Held að fáir dragi fagmennsku hans í efa, þó kusk hafi fallið á hvítflibbann, þegar hann þáði styrk til þess að greiða dómskostnað sinn úr sjóðum Seðlabankans. Samþykkt lá ekki fyrir í bankastjórn Seðlabankans um það mál. Í síðustu ríkisstjórn var valin sú leið til þess að velja sem hæfustu ráðherranna að fá utanþingsfólk að hluta sem ráðherra. Ragna Árnadóttir varð dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Bæði voru vinsæl sem ráðherrar og farsæl, þrátt fyrir að Gylfi setti nokkuð niður þegar kom að Icesavesamningum. Í þingliði síðustu var þó afburðafólki haldið frá ráðherrastólunum, þar sem þingmennirnir hefðu skyggt á formenn stjórnarflokkana, þingmenn eins og Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir. Þekking þeirra, reynsla og hæfni hefði á nokkurs efa getað skilað okkur betri niðurstöðu en síðasta ríkisstjórn skilaði.
Það er hárrétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að óska eftir því að dómsmálahluti innanríkisráðuneytisins verði færður öðrum, a.m.k. á meðan mál er í gangi gegn fyrrum aðstoðarmanni hennar. Auðvitað getur Bjarni Benediktsson tekið það að sér og myndi skila því verki með sóma. Hins vegar er hann með það stór og mikilvæg verkefni að óráðlegt er að bæta dómsmálaráðuneytinu við þau verkefni. Í þingliði stjórnarflokkanna er toppmaður til þess að fara með málaflokkinn.
Brynjar Níelsson hefur mikla reynslu og þekkingu á málaflokknum og myndi skila þess hlutverki með einstakri prýði. Hann hefur kjark og getu til þess að stuðla að breytingum til þess að gera gott samfélag enn betra.

![]() |
Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 19. ágúst 2014
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10