Knattspyrnuveilsan í kvöld!

Íslensk knattspyrna er á uppleið og leikur Stjörnunnar gegn Inter Milan  á San Siro. Það er uppskera knattspyrnunnar á Íslandi í ár og það er góð uppskera.  Það er með ólíkindum hversu vel félögin hérlendis hafa haldið sinni stefnu, þrátt fyrir efnahagshrun, og hversu mikil gæði knattspyrunnar er. Í ár var gert ráð fyrir fimm liðum sem myndu berjast um titilinn, sem segir um breiddina. FH hefur verið leiðandi undanfarin ár með KR ekki langt undan, og nú bætist Stjarnan í hópinn. Val og Breiðablik var spáð góðu gengi, en það hefur því miður verið skrykkjótt í ár, Víkingur og Keflavík hafa í staðinn komið sterk inn.

Stjarnan er ekki að spila í dag til þess að slá Inter Milan út, það besta sem gæti gerst er að liðið spili sinn bolta og fari ekki út í að spila stífan sóknarbolta, né að leggjast allir í vörn. Í fyrri leiknum kom fljótlega fram veikleiki vinstra megin í vörninni, sem  kostaði m.a. fyrsta og þriðja markið í síðasta leik. Í þessu hefur örugglega verið unnið.

Með leiknum í kvöld, hver svo sem úrslitin eru, eru íslensku félögin og KSÍ hafa skilað starfi, sem  kallar á virðingu. 


mbl.is Allir vilja spila á San Síró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2014

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband