5.10.2024 | 09:09
Populismi á Austurvelli
Annað slagið hlusta ég á Útvarp sögu. Það kom mér á skemmtilega á óvart að margir þættir á stöðinni eru góðir. Segir okkur að það er vel hægt að bjóða upp á vandaða umfjöllun án þess að vera ríkismiðill. Stöðin mætti vel styðja betur. Rétt um hádegið var þáttur sem var ekki par skemmtilegur. Ragnar Ingólfsson formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins. Kom sennilega inn í þáttinn þegar honum var að ljúka, Þau ræddu m.a. verðbólguna, og verðtrygginguna. Umræða á sorglega lágu plani og alveg laus við að þau hefðu þekkingu á málefninu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir situr þó í Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis Ragnar lagði til að eitt útlánaformið þ.e. verðtryggð lán ætti að banna til einstaklinga. Það kom engar útskýringar. Samskonar rökleysa kemur reglaulega frá Hagsmunasamtökum heimilanna.Það hefur verið reglulega borin saman verðtryggð og óverðtryggð lán og þegar til lengdar er litið eru kjörin nokkuð sambærileg. Eini mismunurinn er að afborganir eru jafnháar að raungildi allan lánstímann, en er hærri í óverðtryggðum lánum í byrjun en afborganir lækka að raungildi þeim mun lengra sem líður á lánstímann. Kostulegast var síðan að hlusta á Ásthildi svara einstaklingi sem ekki fékk hækkaðar vaxtabætur. Hún svaraði því til að fólk hefði fengið um 250.00 sem hefði farið inn á höfuðstólinn, sem hefði bara verið verra!!!! að fá. Það er spurning hvort að svona bull ætti að taka fyrir í siðanefnd Alþingis? Þessi tvö keppast svo við að gera lítið úr Ásgeiri Jónssyni og hafa bæði talað um að taka þyrfti fram fyrir hendurnar á honum, eða jafnvel segja honum upp. Þetta verður vart skilið nema sem alvarleg minnimáttarkennd hjá hjúunum. Næst fara þau að gera lítið úr læknisfræðiprófessorum til þess að upphefja sig. Svo kom rúsínan í pylsuendanum, þau ætla að safna saman fólki á Austurvelli í dag. Síðasta samkoma Ragnars Ingólfssonar á Austurvelli var slík háðung að lengi verður í minnum haft.
Viðskipti og fjármál | Breytt 6.10.2024 kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 5. október 2024
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10