Vandaðri skoðanakannanir

Það er í raun merkilegt hvað fjölmiðlar virðast taka skoðanakannanir alvarlega. Kemur þar margt til bæði niðurstöður kannana hérlendis í samanburði við niðurstöður kosninga. Það sama má reyndar segja um skoðanakannanir víða annars staðar t.d. í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er vitað að ákveðnir stjórnmálaflokkar fá meira í kosningum en í skoðanakönnunum og aðrir fá minna. Sjálfur leitaðist ég við að leiðrétta spár til gamans fyrr á árinu. 

Í dag kemur á Visi.is frétt um nýtt líkan undir heitinu Kosningaspá Meitils, einmitt þar sem faglega er leitast við að leiðrétta þær skoðanakannanir sem hafa verið að birtast. 

Niðurstaðan mun síðan breytast því sem nær líður að kosningum. 

Nú er spáin þessi: 

Samfylking 18%

Sjálfstæðisflokkur 17%

Miðflokkur 15%

Viðreisn 14%

Flokkur fólksins 11%

Framsóknarflokkurinn 9%

Píratar 5%

Vinstri græn 4%

Sósíalistar 3%

Lýðræðisflokkurinn 1%

Þetta er áhugavert framtak og spurning hvort Kosningaspá Meitils muni boða nýja faglegri spá. Það segi ég án þess að gera lítið úr þeim aðilum sem hafa verið að vinna að kosningaspám á Íslandi. Niðurstöður fyrri kosninga segja okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fá betri niðurstöður en skoðanakannanir sýna. Það kallar á að leiðrétta þarf þær. Bara það eitt segir okkur að þessar kannanir eru gallaðar. Rétt eins og í forsetakosningunum hérlendis á eftir að gera upp mál við kjósendum. T.d. er byrjað að fjalla um 101 milljóna tekjur Kristrúnar Frostadóttur sem hún taldi fyrst fram sem fjármagnstekjur. Afar óheppilegt. Þá verða fjármál Reykjavíkurborgar og framlag meirihlutans í Reykjavík í húsnæðismálum sérstaklega ungs fólks tekin upp. Þegar er farið að ræða um hlutafjárkaup Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og eiginmanns hennar Kristjáns Arasonar í Kaupþingi, og meðferð þeirra mála. Á Wikipedia voru þau sögð skulda 1700 milljónir í hruninu. Þetta er bara hluti af hverri kosningabaráttu. Þó maður vonist eftir málefnalegri kosningabaráttu þá eru rangfærslur m.a. í efnahagsmálum hreint út sagt með ólíkindum, sem ég reyndar skrifa oftar á þekkingarleysi fremur en populisma. Lítil þekking getur verið hættuleg þekking. 


Bloggfærslur 10. nóvember 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband