Að missa trúverðuleikann

Nú þegar stjórnmálaflokkarnir keppast við að lofa kjósendum gulli og grænum skógum ganga þeir stundum svo langt að trúverðugleikinn glatast. 

Þegar Inga Sæland kemur fram í auglýsingu og segir að allar ríkisstjórnir sem hafa verið, hafi svikið kjósendur sín, er ástæðan sennilega afar lélegir auglýsingasmiðir. Ekki það að Inga Sæland á til þess að slá fram fullyrðingum sem almenningur er löngu hætt að taka mark á. Vitandi að þetta er bara í nösunum á henni. Frasar án innihalds sem koma í stað rökræðu. Svo getur hún komið sterk inn í umræðuna,þegar frösunum sleppir. Þegar hún er spurð um skoðun flokksfélaga sinna Ragnars Ingólfssonar oddvita flokksins í Reykjavík norður og Ásta Lóa Þórsdóttir oddviti flokksins í Suðurkjördæmi að reka eigi Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra hristir Inga bara hausinn brosandi og tekur ekki undir svona bull. Til þess að vera stjórntæk verða frambjóðendur flokksins að vanda sig betur og kynna sér málin. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir er sjarmerandi frambjóðandi Sósíalistaflokksins og hefur þægilega nærveru. Þegar kemur að lausnum þá fer hún í lausnir sem ungt fólk í MH á menntaskólaárum mínum var að daðra við. Frá því að vera kommúnismi Austur Þýskalands eða austar. Sjávarútvegsmálin á að leysa með því að hið opinbera á að taka við. Endurvekja gömlu bæjarútgerðirnar. Húnsæðismálin á að leysa með því að hið opinbera á að byggja. Rifja upp þann tíma sem ég kynntist Austur Þýskalandi. Öllum sjarma er sturtað niður í klósettið. 

Þá kemur að VG. Persónutöfrarnir og leiðtoga hæfileikarnir hennar Katrínar Jakobsdóttir eru ekki lengur til að byggja á, og þá er eymdin og kerfismennskan bara eftir. Hafði þá trú að Svandís Svavarsdóttir myndi með sín hæfileika lyfta sér upp fyrir kerfismennskuna. Valdi gamla farið.  Blandan Svandís og Guðmundur var eitthvað sem hrindir meira að segja fjölda úr innsta kjarna VG út, og fólk tekur til fótanna. Gamla Austur Þýska kerfismennskan á lítið erindi í nútímann. 

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband