20.11.2024 | 04:27
Ungt fólk og eigið húsnæði
Lengi vel var sú stefna hjá sveitarfélögunum að selja eigin lóðir á lágmarksverði. Lengi vel var lóðaverð 2-5% af söluvirði fasteigna. Þegar lóðir voru t.d. til úthlutunar á höfuðborgarsvæðinu sótti fólk um slíkar og þá var oft dregið milli aðila, eða fram fór mat. Yfirleitt hefur einhver skortur verið á lóðum. Þetta lága lóðarverð varð til þess að ungt fólk, og þeir sem minna máttu sín gátu eignast eigið húsnæði. Auk byggingarfyrirtækja voru til byggingarsamvinnufélög og verkamannabústaðir sem voru á vegum sveitarfélaganna. Breiðholtið varð til m.a. með aðkomu stéttarfélaganna. Sveitarfélögin voru misduglega að brjóta land fyrir nýtt húsnæði, og það ver ekki alltaf vel séð þegar framboðið nálgaðist eftirspurnina. Þannig vrru þeir Gunnar Birgisson og Sigurður Geirdal duglegir í Kópavoginum að dæla lóðum á markaðinn á tímabili. Skortur á lóðum gat þýtt að aðilar sóttu um lóðir og seldu. Það gerðist svo í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að farið var að bjóða út lóðir, sem þýddi hækkun lóða. Þetta var umdeilt skref. Hækkun á lóðum sem þrengir m.a. að ungu fólki.
Það bætist svo við að sveitarfélög eins og Kópavogur sérstaklega Seltjarnarnes eiga ekki lengur land til þess að byggja á.
Í þessum jarðvegi er sprettur síðan ný stefna, sem hefur læðst inn nýjar áherslur og stefna. Í Reykjavík hefur lítið land verið brotið, en aðaláherslan er á þéttingu byggðar. Þá þarf oft að brjóta niður gömul hús, og kaupa dýrar lóðir. Flestir geta verið sammála um að þetta er nauðsynlegt með, en ef þetta er aðalatrið í íbúðastefnu þýðir þetta stórhækkað íbúðaverð. Langstærsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu hefur boðið upp hlutfallslega fæstar lóðir og þá nær eingöngu dýrar lóðir. Til þess að mæta þörfum ungs fólks og þeirra sem minna mega sín hefur í vaxandi mæli komið upp krafa um fleiri lóðir, en einnig hefur verið mynduð stefna í Reykjavík að koma upp leigumarkaði eins og víða þekkist í Evrópu, þar sem ungt fólk á ekki íbúðir heldur leigir. Lífeyrissjóðirnir hafa fengið leyfi til þess koma inn og byggja leiguíbúðir. Það getur örugglega lækkað leiguverð til lengri tíma. Það mun örugglega henta mörgum innflytjendum.
Eftir stendur að kannanir sýna að ungt fólk fædd á Íslandi vill í 80-90% eiga eigið húsnæði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að virða ekki þennan vilja, og þegar til viðbótar koma áherslur á að fólk eigi ekki að eiga eigin bíla, þá er átak eins og Borgarlína notuð til þess að þrengja enn frekar að ungu fólki. Þrátt fyrir mikilli fjölgun á höfuðborgarsvæðinu bæði með fjölgun innflytjenda og einnig flutningum innanlands, hefur ungu fólki fæddu á Íslandi fækkað hlutfallslega í Reykjavík.
Þessi nýja stefna ber að stórum hluta ábyrgð á hækkun á verðbólgu og hækkun á vöxtum.
Þessi þróun sést vel þegar tölur eru skoðanir um íbúafjölda og lóðaframboð t.d. á 10 ára tímabili. Þessi nýja stefna hefur verið í valdatímabili Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata. Lengst af voru VG með þeim í för, en síðustu tvö ár kom Framsókn að málinu. Framsókn hefur lýst yfir að þau vilja breyta stefnunni, en enn sem komið er hefur ekki verið brotið mikið af nýju landi þar sem boðið er upp á hagkvæmari lóðir.
Þegar stjórnmálamenn tala um að lækka vexti og verðbólgu, verður einnig að skoða hvaða stefnu viðkomandi hafa rekið m.a. í íbúðamálum á sveitarstjórnarstiginu. Það verður að fara saman hljóð og mynd.
Spurningin sem við verðum öll að svara viljum við á Íslandi geti aðeins það unga fólk sem á ríka foreldra eignast eigið húsnæði?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. nóvember 2024
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10