Kosningar og framhaldið.

Hressilegar kosningar að baki. Piratar, Sósíalistar og VG hverfa af sviðinu, og kom það ekki alveg á óvart. Átti von á betri úrslitum hjá Framsókn, en það sem var verst var að Willum Þórsson hverfur af þingi, þrátt fyrir mjög góða frammistöðu í heilbrigðisráðuneytinu, þá er mikil  eftirsjá af Lilju Alfreðsdóttur. Mitt mat er að Sigurður Ingi Jóhannsson hefði átt að vera búinn að stíga til hliðar sem formaður. Að missa forystuna í Suðurlandskjördæmi eru skýr skilaboð.  Valið hefði örugglega orðið á milli Willums og Lilju.

Hef kynnst vinnubrögðum í einum af undirstofnunum Innviðaráðuneytisins Samgöngustofu. Góð þjónusta þegar kemur að skráningu bifreiða, en þegar kemur að flugi og siglingum tekur annað við.  Minni fyrirtæki og einstaklingar í rekstri eru beittir hreinu ofbeldi, þar sem virðing einstakra starfsmann t.d. fyrir stjórnsýslulögum eru afar takmörkuð. Slíkt framferði er algjörlega óásættanlegt í nútíma samfélagi. Í stjórnsýslulögum er skýrt að ef opinberir starfsmenn brjóta stjórnsýslulög í samskiptum við einstaklinga og fyrirtæki sem þau þjóna.  Viðurlögin gætu orðið háar sektir eða fangelsisvist. Brýnt er að næsti innviðaráðherra ásamt  Umhverfis og samgöngunefnd láti fara fram úttekt á stofnuninni og taki þar til.  

Glæsileg útkoma hjá Kristrúnu og Samfylkingunni og gott yfirbragð á flokknum.  Viðreisn fær hörkukosningu.  Flokkur fólksins er sigurvegari hvað varðar auglýsingar og kynningu enda fengu marga þingmenn. Það er misskilningur að það sé hægt að gera allt fyrir alla og það helst strax. Sumt af loforðunum flokksins  er einfaldlega ekki framkvæmanlegur. Loforðaflaumurinn hafði yfirbragð ofurtrúar á populisma. Þetta gæti gert flokknum mjög erfitt fyrir þegar kemur að stjórnarmyndun. 


Bloggfærslur 1. desember 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband