Samfylkingin klofnar

Þegar Helgu Völu helgadóttur var hent út af þingi mátti öllum vera ljóst að það myndi hafa afleiðingar. Kristrún Frostadóttir kom á sviðið þá var ekki pláss fyrir Helgu Völu. Minnir mann á söngleikinn Cats, tími gömlu læðunnar var liðinn. Unga læðan henti öllu snyrtidóti þeirrar gömlu og með fylgdu leikföngin. Bæði ESB og opin landamæri voru liðin tíð. Nú skyldi fara í kjarnann. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar og svo áherslur borgarastéttarinnar. Helga Vala sagði sig ekki úr Samfylkingunni, hún beið. Hennar tími myndi koma. Skoðanakannanir segja annað. Nú þegar oddviti Samfylkingarinnar í Garðabæ stendur upp og segir sig úr flokknum, segir hún að fólkið sem ráði hafi skipt um skoðun, eða skipt hafi verið um stefnu. Skilur þetta ekki. Helga Vala kemur strax fram  og tekur undir með skoðanasystur sinni úr Garðabænum., þær eru samherjar og skoðanasystur. Kristrún reyndi að halda hjörðinni saman með því að sitja hjá við afgreiðslu útlendingafrumvarpinu. Það gerði Viðreisn líka og þá verður Sigmar Guðmundsson áfram í Viðreisn, a.m.k. um sinn. Brestirnir í Samfylkingunni eru víðar. Gömlu læðurnar í verkalýðshreyfingunni með Sigríði Ingadóttur eru alveg til í að sprengja kjarasamninga verkalýðshreyfingarinnar  í loft upp. Eins og einn gallharður gamall Samfylkingarmaður sagði. ,,Hún er skrítin þessi pólitík. Um leið og tískuhúsin setja fram nýju línuna, þurfum við að vera tilbúin að pakka einhverjum af okkar lykilmálum niður í kassa, henda öðrum eftir því hvað í er í tísku hverju sinni. Kannski eigum við ekki að henda kössunum, rétt eins og með fötin, eitthvað af þessu gæti komist í tísku aftur."  

Líklegast er að annað hvort muni Helga Vala og hennar fólk ganga til liðs við VG, eða það sem líklegra er að stofnaður verði nýr flokkur þar sem félagar í Samfylkingunni muni taka þátt.   Nafnið Alþýðufylkingin er þegar komið á borðið. Margir hafa verið orðaðir í hinum nýja flokki. Fremstur fer Eiríkur Bergmann sem kennir stjórnmálafræði við Bifröst, þingmennirnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný Harðardóttir og fjölmiðlamennirnir Egill Helgason, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon og Bogi Ágústsson. 


Bloggfærslur 17. júní 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband