EM 2024, gæði og staða okkar.

Mikil veisla þessa daganna. Mörg skemmtileg lið. Fyrir þetta mót komu fram sérfræðingar og sögðu að Englendingar gætu orðið Evrópumeistarar. Sjá jafnvel að Skotland væri inn í myndinni. Við Íslendingar fengum á sjá Ísland spila við tvö lið rétt fyrir mótið. Annars vegar lékum við gegn Englandi sem við unnum óvænt 1-0. Þar komu fram verulega góðir punktar hjá okkar liði, en Enska liðið sýndi einnig hversu langt þeir eiga í land að standa í bestu liðum Evrópu. Það er himinn og haf á milli getu Holllands og Englands. Leikirnir hingað til hafa bara staðfest þetta mat mitt. 

Það að við kæmumst í lokakeppni EM 2016. Ekki bara það heldur komust við upp úr riðlakeppninni, og slógum við  síðan England út í 16 liða úrslitunum. Við töpuðum síðan fyrir Frökkum 2-5, en Frakkar tapa síðan fyrir Portúgal í úrslitaleik keppninnar 0-1. Áhugavert því við gerðum jafntefli 1-1 við þá í riðlakeppninni, og urðum fyrir ofan Portúgal í riðlinum. 

Liðið okkar lofar góðu núna. Enn er möguleiki á að Gylfi Sigurðsson komi til baka inn í liðið. Þá tel ég að við eigum möguleika á að styrkja lið okkar enn frekar.  


Bloggfærslur 23. júní 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband