Aðförin að framtíðinni!

Fyrir síðustu kjarasamninga bar ég mikla virðingu fyrir tillögu Vilhjálms Birgissonar, en ég lagði sagði í mínum skrifum að samningarnir væru ekki góðir nema tekið yrði á húsnæðismálunum. Vann í nokkur ár í ráðgjöf varðandi húsnæðismál. Þá voru lóðaþátturinn 3 til 5% af húsnæðisverði Nú eru lóðahlutinn 25 til 30% á höfuðborgarsvæðinu. Hverjir borga brúsann jú unga fólkið okkar og þeir sem minna mega sín. Þjóðarsamningarnir á sínum tíma byggðu á að láta flokkapólitík til hliðar og láta hagsmuni fólksins ráða. Nýta þekkingu á efnahagsmálum til þess að ná verðbólgunni niður. Því miður er þetta ekki endurtekið nú. Húsnæðisliðurinn í verðbólgumælingum heldur fyrst og fremst verðbólgunni uppi. Sveitarfélögin gefa skít í baráttuna gegn verðbólgunni og bjóða út lóðir, á sama tíma og það er mikill skortur á lóðum og hverjir eiga að borga. Jú unga fólkið okkar og þeir sem eru á leigumarkaði. Hafi menn skömm fyrir. Hvert leita menn lausna þegar kjarkurinn til að taka á málinu er ekki til staðar. Jú, ætlar Seðlabankinn ekki að lækka stýrivexti? Þetta kalla þeir sem hafa þekkingu á efnahagsmálum populisma. Einfalda lausn, með ekkert innihald. Þessu hatri á unga fólkinu verður að svara. 

 

 

 


Bloggfærslur 24. júlí 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband