Hatur á körlum

24 október 1975 var dagur gleði, og sigurs. Fyrsti Kvennafrídagurinn á Íslandi. Yfir 90% kvenna fengu frí  til þess að fjalla um réttindamál sín. Það voru ekki bara konur sem fögnuðu, heldur meginþorri karla samfagnaði þeim í virðingu. Þessi dagur hafði mikil áhrif þannig var Vigdís Finnbogadóttir kosin sem Forseti Íslands 1980, Kvennalistinn bauð fram til Alþingis 1983, fjöldi kvenna á Alþingi fjölgaði umtalsvert og áhrif fóru um allt þjóðfélagið. Viðhorf sem oft voru æði karlæg breyttust hægt og bítandi. Man að einhverjum 20 árum síðar fjölluðu nokkrar af frumkvöðlunum um þróunina og þótti sem að um bakslag hafi orðið. Ein af skýringunum var að 1975 var þetta breið, fjöldahreyfing en á nokkrum árum voru komnar harðlínu vinstri konur í framlínuna, með meiri hörku og hatri. 

24 október 2023 var síðan boðað til funda, í stað Kvennafrídags var kominn Kvennaverkfall sem þær Inga Auðbjörg Straumland og Sonja Þorbergsdóttir skipulögðu. Lágpunktur dagsins var þegar Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga öskraði á gestina ítrekað  ,,Fokk feðraveldi". Þetta var ekki lengur samstöðufundur heldur hatursumræða, sem við eigum jú lög um. Ef Guðbjörg hefði öskarað ,,fokk innflytjendur", eða ,,fokk Gyðingar eða Palestínumenn" hefði hún eflaust verið handtekin og sett inn, en af því að hún öskraði ,,fokk feðraveldi" þá kunnu menn ekki við að kæra hana, en það hefur lögregluyfirvöld átt að gera. Næstu daga logaði þjóðfélagið, ekki bara karlar voru ósáttir heldur líka konur. Spurning hvort ekki enn sé hægt að fara yfir málið með dómstólum. 

Þegar karlalandsliðinum í fótbolta og handbolta fór að ganga mjög vel og þjóðin tók á móti þeim með þúsundum, minnti mikið á kvennafrídaginn 1975, þá fundu margir fyrir undirliggjandi hatri. Gekk svo langt að hópur kvenna krafðist þess að fá að velja landsliðin eða a.m.k. útiloka þá sem þær vildu ekki hafa í liðunum. Svona Vók sprengja.

Deilur Ríkissaksóknara og Vararíkissaksóknara virðist ver byggð a.m.k. að hluta á svona hatri. Vararíkissaksóknari fær lífshótanir bæði sjálfur og fjölskylda hans, vegna starfa sinna. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðnings Ríkissaksóknara vegna þessara hótana. Ef rétt er, þá er það með ólíkindum. Deildur þeirra fjalla líka um það hvað Vararíkissaksóknari má segja opinberlega um mál, og þar finnst mér Helgi Magnús Gunnarson túlki heimildir sínar allt of rúmt. Það má vel koma á lokuðum vettvangi þar sem reynsla, þekking, og skoðanir saksóknara, dómara og fleiri í viðkvæmri stöðu getur komið fram, en við þurfum að hafa þá tilfinningu að allir séu jafnir fyrir dómi. Ríkissaksóknari gerir lítið úr ábendingu um aðgerðaleysi sitt í málefnum Varasaksóknara með gera ágreining hvor slíkar hótanir hafi verið fleiri eða færri. Ef aðgerðarleysi hennar sem yfirmanns á við rök að styðja ætti gæti hún auðveldega fengið áminningu. 

Mál fyrrverandi Biskups koma upp í hugann þegar kemur að hatri til karla. Hvert málið á fætur öðru þarf að leysta til þess að hreinsa upp eftir þennan fyrsta kvennbiskup. 

Í ljósi málefni Ríkissaksóknara vekur athygli að mál Albert Guðmundssonar knattspyrnumanns, fer fyrir dóm á næstu dögum. Á fyrri stigum þess máls var það mat þeirra sem um málið fjallaði að því yrði vísað frá. Þeirri niðurstöðu breytti Ríkissaksóknari Sigríður Friðjónsdóttir. Þetta ferli er óþægilegt í ljósi máls Varasaksóknara og Ríkissaksóknara. 

 

 


Bloggfærslur 11. september 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband