Niður með verðbólguna

Það átti að vera sameiginlegt verkefnið að ná verðbólgunni niður. Því miður taka ekki allir þátt. Bankarnir taka sig til og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Það er misskilningur að eina hlutverk fyrirtækja sé að græða. Samfélagsleg ábyrgð skiptir líka máli. Nú ættu þeir bankar sem hafa hækkað vexti að draga þá hækkun niður í einhvern tíma. Sveitarfélögin eiga ekki að bjóða út lóðir og selja til hæstbjóðanda. Sveitarfélögin rétt eins og ríkið verða að sýna aðhald í rekstri og stoppa gæluverkefni. Innviðaráðuneytið á nú tækifæri að ná árangri í umgjörð húsnæðismarkaðarins, en einnig að koma með lausnir á þeim sem eiga við greiðsluerfiðleika að stríða. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að koma að dæminu. Ef það er raunverulegur vilji að ná verðbólgunni niður þá er það sannarlega hægt. Síst en ekki síst þurfa valdagráðugir stjórnmálamenn að hætta að blaðra um allt sé að fara til andskotans þrátt fyrir að það séu að koma kosningar. 


Bloggfærslur 16. september 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband