22.4.2025 | 21:06
Húsnæðismálin og sátt kynslóðanna.
Þau okkar sem eru komin á miðjan aldur þekkja að það þótti eðlilegt að stór hluti ungs fólks eignaðist eigið húsnæði. Það var oft ekki auðvelt, en einhvern veginn tókst það hjá mörgu ungu fólki. Nú þarf ungt fólk að hafa ofurtekjur, eða eiga mjög vel stæða foreldra ef það ætlar að eignast húsnæði. Er þetta það samfélag sem við viljum?
Viðskiptaráð gagnrýnir Borgaryfirvöld fyrir að borga niður húsnæði fyrir suma, en aðra ekki. Gefa útvöldum fyrirtækjum lóðir, og bjóða síðan fasteignafélögum ASÍ og BSRB lóðir á mjög góðum kjörum. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ mótmælir Viðskiptaráði harkalega.
Hann bendir réttilega á að sú staða sem nýbyggingar og húsnæðismál í Reykjavík stafi af stefnu Reykjavíkurborgar.
Sú stefna var lengi að sveitarfélögin leituðust við að bjóða upp á ódýrar lóðir, þannig að m.a. ungt fólk gæti komið sér húsnæði á viðráðanlegu verði. Það hefði meira að segja verið hægt að gera miklu betur. Stefna Reykjavíkurborgar hækkar húsnæðisverð úr umtalsvert, og sem jafnframt hækkar leiguverð. Þá er umgjörðin þannig að verið er að byggja of stórar lúxusíbúðir, þegar markaðurinn klallar á annað. Verið er að setja óhenntug ákvæði og innviðagjöld eru upp í hæstu hæðum. Hef áður skrifað að þessi stefna sé aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þessi stefna hefur síðan áhrif á markaðinn í heild.
Sveitarfélögin nota nýbyggingar til þess að rétta af rekstur sveitafélaganna. Unga fólkið á að borga.
Í síðustu kjarasamningum var leitast við að semja um hógværar hækkanir, m.a. til þess að ná verðbólgunni niður. Hugmyndasmiðurinn á bak við þá stefnu var Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Ríkið, almenningur og fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í þeirri vegferð. Það gerðu sveitarfélögin ekki. Það er og var jafn mikilvægt að sveitarfélögin sýni aðhald, rétt eins og ríkið. Um þá stefnu verður nú að ná sátt. Allir aðilar málsins verða að vera samstíga þeim Vilhjálmi Birgissyni og Finnbirni Hermannssyni. Fyrir almenning i landinu og Ísland.
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.4.2025 kl. 04:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. apríl 2025
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10