Spunameistar Samfylkingarinnr taka yfir RÚV

Samkvæmt frétt á RÚV í dag kemur fram að meirihluti ætli að segja nei við Icesave. Þetta kemur nú ekki á óvart, en í mínu héraði hefði þetta þýtt að rétt rúmlega 50% ætlaði að fella samninginn. Við lestur fréttarinnar kemur hins vegar í ljós að samkvæmt könnun Gallups ætluðu 61% að segja nei, en aðeins 30% já. Samkvæmt mínum útreikningum þýðir þetta að rúm 2/3 þjóðarinnar ætlar að setja nei við Icesavesamningum. Mín niðurstaða er sú að spunameistarar Samfylkingarinnar kunna ekki að reikna, og eru okkar mesta ógn við lýðræðið í landinu.

Fréttin er hér að neðan.

 

 

Meirihluti ætlar að segja nei

Meirihluti ætlar að segja nei
Mótmæli við Bessastaði í janúar

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar ætlar sér að fella Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Flestir eru á því að forsetinn hafi gert rétt í því að neita að skrifa undir.

61% aðspurðra telur Ólaf Ragnar Grímsson hafa gert rétt í því að skrifa ekki undir Icesave-lögin í byrjun janúar. Tíundi hluti hefur enga sérstaka skoðun á málinu en innan við þriðjungur telur ákvörðun hans hafa verið ranga. Stuðningur við ákvörðun forsetans hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Í upphafi taldi rúmur helmingur hann hafa gert vitleysu, en rúm 40% voru sammála ákvörðun hans.

Gallup valdi 5.600 manns handahófskennt út úr viðhorfahópi sínum til að spyrja um Icesave og ákvörðun forsetans. Tveir þriðju svöruðu á tímabilinu 20. til 26. janúar. Rúmlega einn þriðji telur það hafa slæm áhrif á þjóðarhag að forsetinn hafi neitað að skrifa undir. Álíka hópur að það hafi haft góð áhrif en tæpur þriðjungur er á því að synjunin hafi engin sérstök áhrif á hag þjóðarinnar.

Stefnt er að því að þjóðin greiði atkvæði um Icesave lögin sjötta mars. Þá ætlar meirihluti fólks, eða 61%, að segja nei samkvæmt könnun Gallup. 30% hyggjast segja já og 4% hyggjast skila auðu. Andstaða við samningana hefur aukist jafnt og þétt frá því að forsetinn synjaði lögum um þá staðfestingar í byrjun janúar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Öllum fréttum hagrætt svo komi vel út fyrir þessa hryllilegu stjórn.  Koma að fréttum sem almenningur er að öllu jöfnu,ekki að skilja öðruvísi en sem jákvæða,t.d. vöruskipti við útlönd hagstæð.        X-aði vel við NEI í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2010 kl. 00:59

2 identicon

Ég held að þið sem styðjið flokkinn sem setti landið á hausinn og laug af hollenskum eftirlitsaðilum að Icesave og Landsbankinn hafi verið í glimrandi góðu lagi, ættuð að lesa það sem Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En þar kemur fram að ef samningurinn verði felldur þá muni Ísland lenda í mjög djúpri kreppu og öðru hruni eftir tvö ár. Það væri svo sem eftir öðru að Sjálfstæðismönnum tækist að láta efnahag landsins hrinja tvisvar á örfáum árum. Allt vegna valdagræðgi. Mönnum er nákvæmlega sama hvað völdin kosta, þó þjóðin muni skaðast þá skiptir það engu máli. Sjálfstæðismaður sagði Sigrujóni M Egils að ef Sjálfstæðismenn kæmust til valda þá myndu þeir að sjálfsögðu samþykkja Icesave STRAX. Það er ömurlegt hvernig fólk eltir þetta lið og gerir allt sem í þess valdi stendur til að hjálpa þeim að ná völdum og skiptir spilling undanfarinna ára engu máli í siðferðisvitund fólks sem styður þetta lið.

Valsól (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Valsól - merkilegt að þú skildir tala um valdagræðgi þar sem ég tel það valdagræðgi að vera tilbúin að henda öllu frá sér því sem maður trúir á til að halda velli innan ríkisstjórnar og þarf ég ekki að nefna nein nöfn.

Þegar allt hrundi voru sjálfstæðismenn og seðlabankastjóri gagnrýnd af fólkinu í landinu, fréttastofum og fleirrum um að hafa ekki hlustað á sérfræðinga sem poppuðu upp víðvegar um heim og vöruðu við komandi falli en nú virðist sú gagnrýni gleymd allavegana hjá ríkisstjórn og þeirra fylgjendum, því jú það eru fullt af sérfræðinum búnir að poppa upp um allan heim og eru að vara við Icesave samningnum eins og hann er núna. Hver eru rökin fyrir því að við ættum að hunsa hann núna ég er hræddur um hræðslu áróður ríkisstjórnar sé að tala hérna.

Þetta með að sjálfstæðismaður hefði sagt við Sigurjóni M Egils að þeir myndu samþykkja icesave, það hefur aldrei staðið annað til af sjálfstæðismönnum eða framsókn þeir eru aðeins að mótmæla þessum samning.

Sambandi við Prófessorinn þá er það margir hagfræðingar búnir að vera með og á móti. Og skemmtilegt er að fara í smá útidúr og benda á að það voru náttúrulega hagfræðingar sem voru í eftirliti innan bankana og fleirri stofnana þegar bankarnir hrundu.

En svona er nú bara mín skoðun :D

Sigurður Sigurðsson, 2.2.2010 kl. 11:57

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Valsól. Ég las þessa grein eftir þennan Friðrik. Sami hræðslu áróðurinn t.d. ef við ætlum að spara innflutning og þar með auka vöruskiptajöfnuð til að greiða erlendar skuldir okkar, þá muni það auka atvinnuleysi segir prófessorinn. Ég hélt að ef við aukum framleiðslu innanlands staðin fyrir að flytja vörur inn þá aukum við atvinnu í landinu.

Það virðist eina úrræðið hjá þessum fræðingum að taka bara nóg af lánum erlendis og halda veislunni áfram á kostnað barna okkar og barna og barnabarna.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.2.2010 kl. 12:03

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga, sem betur fer sér fólk í gegnum þennan spuna, hins vegar er ótrúlegt að RÚV láti svona vinnubrögð viðgangast, þetta dregur úr áreiðanleika þeirra.

Valsól, hef alltaf gaman af sérfræðingum sem ,,vita" hvað aðrir merkja við í kjörklefanum. Ef ég man rétt þá var Jón Sigurðsson formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Síðast þegar ég vissi var hann talinn flokksbundinn Samfylkingunni. Set hins vegar vara á afsakanir eftirlitsaðila Hollendinga og Breta, sem einnig áttu að fylgjast með. Það hafa mjög margir sérfræðingar komið fram og varað við samþykkt þessa samnings, síðan eru það örfáir þar á meðal Friðrik Már Baldvinsson og Þórólfur Matthíasson sem þú getur verið viss um að er á annarri skoðun.

Þetta með söguna um Sjálfstæðismanninn sem sagði við Sigurjón M Egils, minnir mig óneitanlega mikið á ,, ólygin sagði mér" . Málflutningur sem hvorki vatni né vindi. Í síðustu skoðanakönnunum hefur 2/3 hluti þjóðarinnar sagst ætla að hafna Icesavesamningum. Allt þetta fólk er nú varla flokksbundnir Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn. Það að allt þetta fólk þjáist af einhverri valdasýki finnst mér fullmikil einföldun, en fyrir mjög "trúaða" flokksauði getur það eflaust verið skýring.  

Sigurður Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 12:23

6 Smámynd: Þorfinnur Ómarsson

Um hvað ertu að tala maður?

Fínt að hafa sínar skoðanir á þessum vonda samningi, en frétt RÚV er bara fín einsog hún er. Hvað er rangt í henni??

Þetta mál er alveg nógu snúið fyrir þjóðina, alveg óþarfi að þvæla eitthvað um kórréttar fréttir. Og bæta jafnvel um betur og hengja það (það hvað??) á einn stjórnmálaflokk.

Galið.

Þorfinnur Ómarsson, 2.2.2010 kl. 17:34

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þorfinnur þegar fram kemur að 2/3 hluti ætlar að greiða atkvæði gegn Icesavesamningum og 1/3hluti ætlar að greiða atkvæði með honum er afstaðan mjög skýr. Samningurinn er kolfelldur. Þegar sú niðurstaða er túlkuð í frétt RÚV að meirihluti segi nei, er verið að gefa í skyn að um nauman meirihluta sé að ræða.

Það að segja að þetta sé vinnubrögð spunameistara Samfylkingarinnar, er aðeins verið að fingraförin sjást langar leiðir. Af hverju tala menn ekki um spunameistara VG? Veit ekki til þess að þeir tileinki sér þessi vinnubrögð.

Sigurður Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 20:26

8 Smámynd: Þorfinnur Ómarsson

Sigurður, það þarf að lesa fréttina með einstaklega bjöguðum gleraugum til að komast að þessari niðurstöðu þinni.

Í fréttinni segir "afgerandi meirihluti" - hvernig í veröldinni getur þú túlkað það sem nauman meirihluta.

Ég veit ekki til þess að nokkur fréttamaður á RÚV sé í Samfylkingunni, án þess að ég viti það svo sem. Eða getur þú bent á einhvern? Hinsvegar eru þar flokksbundnir sjálfstæðismenn.

Hvernig geta þetta þá verið vinnubrögð Samfylkingarinnar? Stýrir hún fréttastofu RÚV?

Ég tek það fram að ég tala hvorki fyrir fréttastofu RÚV né Samfylkinguna, en þessar ályktanir eru bara alveg út úr öllu korti.

Þorfinnur Ómarsson, 3.2.2010 kl. 17:44

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þorfinnur

Þegar fjölmiðlamenn ætla að fara með blekkingar, þá er ein af árangursríkustu aðferðunum að slá fram fyrirsögn, sem gefur fær lesandann að draga ranga ályktun um viðkomandi málefni. Það sem síðar kemur fram í fréttinni hefur mun minna vægi. Þetta á ekki bara við um greinarskrif, heldur á einnig við um flutt mál eins og ræðumennsku.

Ég túlka fyrirsögnina ,, meirihluti segir nei" ekki sem að afgerandi meirihluti þjóðarinnar ætlar sér að fella Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú veit ég ekki hvar fréttamenn RÚV eru í pólitík, en myndi t.d. telja að Helgi Seljan sé Samfylkingarsnúður. Hann gerir t.d. mikinn greinarmun á því hvernig hann saumar að viðmælendum sínum, eftir því hvar í flokki þeir eru. Það finn ég t.d. ekki hjá Sigmari Guðmundssyni og veit ekki hans pólitísku skoðanir. Einhvern tímann heyrði ég því haldið fram að Páll Magnússon væri samfylkingarmaður, en ég finn aldrei hlutdrægni í hans fréttaflutningi. Það gerði ég heldur ekki hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni.

Það sama verður ekki sagt um Egil Helgason. Það væri mjög áhugavert að gera rannsókn á því hvar viðmælendur hans eru í flokki og ég er sannfærður um að sú niðurstaða teldist fáránleg.

Ég hafði Ólaf Ragnar Grímsson sem kennara í stjórnmálafræði fyrir mörgum árum. Heyrði enginn saka hann um áróður. Þannig er það með okkar bestu fjölmiðlamenn. Rétt eins og að það er stjórnmálamönnunum okkar afar óhollt að fá ekki gagnrýni, þá gildir það sama um fjölmiðlamennina. Báðir fara með vald, sem þarf að fara  með af virðingu.  

Sigurður Þorsteinsson, 3.2.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband