Á hvaða leið erum við?

Fór til Þýskalands í síðustu viku og hitti þá mjög áhugaverða tengdafeðga. Tengdasonurinn hafði flutt til Austur-Þýskalands rétt eftir hrunið til þess að koma verksmiðju aftur í gang og vinna að endurbótum þannig að hún stæðist samkeppni við nýjar aðstæður. Hann kynntist núverandi konu sinni og setti upp tölvufyrirtæki. Hann sagði marga Austur Þjóðverja afar óhressa með misskiptinguna í Þýskalandi, og atvinnuleysið. Hins vegar væri frumkvæði afar lítið og menn bíða ákvarðana að ofan. Hræðslan við að taka ákvörðun og að bera ábyrgð væri landlægur vandi.

Hómosovjetíkus spurði ég?

Já, það er ótrúlegt hvað þetta kerfi hefur dregið úr góðu fólki á 40 árum, óttast að það taki langan tíma að jafna sig á þessum áhrifum.

Hann kynnti mig fyrir  tengdaföður sínum, reffilegum karli rétt undir sjötugu. Hann varð yfir sig hrifinn þegar hann vissi að ég kæmi frá Íslandi. Þekking hans á landi og þjóð kom mér skemmtileg á óvart. Hann útskýrði að hann hafi kynnst íslendingi á námsárum sínum afar vel. Tengdafaðirinn sagði það hafa verið ranga ákvörðun að sameinast Vestur-Þýskalandi. Austur-Þýskaland hafi verið draumaríkið. Mikið var hann kátur þegar ég sagði honum að á Íslandi væri nú vinstri stjórn, en ánægja hans dalaði þegar hann áttaði sig á því að með Vinstri Grænum væri sosíaldemokratar. Hann sagði þá auma auðvaldsinna. Hann náði gleði sinni að nýju þegar ég útskýrði að innan sosialdemokratanna væri vinstri armurinn alsráðandi. Ísland verður fyrsta ríkið sem við tökum upp stjórnmálasamband við upplýsti hann mig.

Ég sagðist vita hver yrði fyrsti sendiherra Íslands í Austur-Þýskalandi, en ákvað að ræða það ekki frekar.  

Við vorum allir sammála um að áhrif ríkisstjórnar á Íslandi yrði mikil, en við höfum misjafnt mat á því hvort það yrði gott fyrir Ísland eða ekki. Hvort við tekjum frumkvæði og vilja til nýsköpunar af hinu góða eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Árin 40 undir sovétskipulagi skiptu Austur-Þjóðverjum í tvo hópa í meginatriðum.

Annars vegar þá sem þoldu ekki lamandi forsjárhyggjuna, alræðið, ófrelsið, bælinguna og njósnirnar um alla sem byggðu upp óttann sem öllu hélt í skefjum.

Hins vegar þá sem austur-þýskur kommúniskur Hannes Hólmsteinn hefði lýst sem þeim "forystuhollu sem vildu gutla á daginn og grilla á kvöldin" og nenntu ekki að standa í stjórnmálum, heldur væru ánægðir með það að ákveðnir menn væru í því vafstri fyrir þá.

Ómar Ragnarsson, 7.2.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, því miður held ég að þessi hópur sem ekki þoldi lamandi forsjárhyggjuna, alræðið, ófrelsið bælinguna og njósnirnar hafi verið allt of lítill.

 Það er oft talað um að 97% velji þægindasviðið en aðeins 3% virknisviðið.

Þótt allt of fáir séu virkir í pólitík, þá er allt of stór þeirra sem eru virkir í stjórnmálaflokkunum jáfólk, sem laðast að þeim sem hafa völdin til þess að þjóna eingin undirlægjuhætti. Ef til vill eru þeir sem kjósa að græða á daginn og grilla á kvöldin, með mun ferskari hugmyndir og áherslur en margir þeirra sem liggja við fótstall valdhafanna.

Lýðræðið hefur oft verið metið í ljósi möguleikanna  að fá refsingu, ef það tjáir skoðanir sínar.

Ég fann þennan ótta hjá mörgum í seinni hluta valdatíma Davíð Oddsonar. Halldór Ásgrímsson virtist ekki hafa mikla þörf á lýðræðislegu starfi í kringum sig. Ingibjörg Sólrún virtist skipta fólki upp í fylkingar, sem voru henni þóknanlegar eða ekki. Hvað með Jóhönnu Sigurðardóttur. Þrátt fyrir að öll þjóðin sé löngu búin að átta sig á því að samninganefndin sem fór til London til þess að semja um Icesave hafði ekki verið undirbúin, ekki kynnt sér málin nógu vel, ekki haft faglega þekkingu né reynslu til þess að vinna málið, hefur Samfylkingin staðið einhuga um að samþykkja einhuga þennan afar samning. Það sem verra er að varla hefur heyrst í nokkrum einasta flokksmanni sem andmælir, ekki nema þá Ingibjörgu Sólrúnu. Í laugardagsblaði Morgunblaðsins skrifar Kristrún Heimisdóttir grein þar sem vinnubrögðin eru skýrð.

Við þurfum virkara lýðræði, en núverandi kerfi stuðlar ekki að slíkri þróun. Flokksnúðunum fækkar, og æ fleiri kjósendur leyfir sér að færa sig á milli flokka ef það samrýmist skoðunum þess.

Sigurður Þorsteinsson, 7.2.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband