8.2.2010 | 07:50
Á aftur að reyna á traustið?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom með óvænt útspil þegar hann bauðst til að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli. Slík staða er alþekkt í nágrannalöndum okkar. Sá flokkur sem er utan ríkisstjórnar en styður ríkisstjórnina hefur þá ákveðna stöðu og er hafður með í ráðum. Þetta samstarf þarf að byggjast á samstarfi, trausti og virðingu. Ekkert af þessu var til staðar. Samfylkingin gat ekki leynt fyrirlitningu sinni á Framsóknarflokknum og hér á blogginu fóru stuðningsmenn Samfylkingarinnar hamförum.
Það fer ekkert á milli mála að uppgjörið er byrjað. Kristrún Heimisdóttir tekur af skarið og útskýrir fyrir alþjóð ófagleg vinnubrögð Steingríms Sigfússonar og VG varðandi Icesave. Steingrími verður vart lengi stætt sem formanni VG mikið lengur. VG bendir á móti með nokkrum rétti að í Samfylkingunni sé enginn leiðtogi við völd, og enginn sjáanlegur sem gæti tekið við. Ríkisstjórninni hafi í raun verið haldið saman af Steingrími Sigfússyni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi mynda stjórn til vinstri eftir síðustu kosningar. Nú hefur hann kynnst samstarfinu, traustinu og virðingunni. Það verður að teljast afar ólíklegt að niðurstaðan verði að Framsóknarflokkurinn fari í samstarf við Samfylkingu og VG, þótt hlýir ráðherrastólarnir bíði þeirra.
Biðla til Framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Ég held að það sé sanngjörn niðurstaða fólks sem sér athafnir stjórnarinnar utan frá, að VG sé ekki að ýkja þegar því er haldið fram að Steingrímur Sigfússon haldi stjórninni saman.
Eins er það ekki út í hött að halda því fram að þeir flokkar sem eiga þingmenn á Alþingi, búi við forystuleysi nema Vinstri grænir. Steingrímur hefur til að bera nægilegan metnað (frekju?) til að taka forystu og tukta menn með "rauðu höndinni".
Stundum hefur það verið illa séð og talið til merkis um sjúklegt og jafnvel skítlegt eðli.
Flosi Kristjánsson, 8.2.2010 kl. 10:23
Það þarf ekki hershöfðingja það þarf mann eins og Steingrím Hermannsson blessuð sé minning hans, sem leiðir það besta fram í því fólki sem þarf að vinna saman.
Ég treysti Sigmundi Davíð til þess hann er ekki einn af þeim sem þykist vita allt heldur er maður sem vill fá til sín hæfa ráðgjafa sem hjálpar fólki að taka rétta ákvörðun.
Það er það sem við eigum að tileinka okkur miklu meir en gert hefur verið, fá fleiri sjónamið og þannig að hjálpa okkur við að taka skinsamlega á málum, ekki finna hjólið upp það er löngu búið.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 8.2.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.