Árásir á Sóleyju

Þetta er nú bara afbrigðsemi, að gera athugasemdir við þetta forval. Sóley fór í heimsreisu á vegum Hitaveitunnar og lærði fullt af lýðræðislegum opnum vinnubrögðum. Þannig að ferðin skilaði sér afar vel. Hún lærði  í Afríku að hægt er að kjósa fyrir þá sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa. Það er hægt að kjósa fyrir þá sem eru veikir og fylla út kjörseðlana fyrir þá. Sumir eru of latir til að fara á kjörstað, og aðrir eru með stífni og vilja hreint ekki kjósa.  Öll þessi atkvæði fékk Sóley og allt þetta var gert lýðræðislega og opið. Það voru konur sem stóðu fyrir þessari nýbreytni í kosningafyrirkomulagi og aðstoð við kjósendur, og auðvitað kemur þá fram karllæg gagnrýni.  Sagt er að þegar Þorleifur fór að gera athugasemdir við þessi vinnubrögð, hafi hann fengið framan í sig að þetta væri bara nöldur miðaldra karla. Það hefði verið  minna pukur og allt meira upp á borðum en t.d. hjá ríkisstjórninni.

Þessu hefur ekki verið neitað og því er úrslit forvalsins látin standa.


mbl.is Kjörstjórn víkur og forvalsreglur VG verða skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þetta lið á bágt.

Getur ekki einu sinni haldið einfalt forval án þess að klúðra því.

Svo heldur þetta lið að einhver kjósio það.

En þeir þarna hjá vg eru haldnir sjálfseyðingarhvöt. Með Sóley í fyrsta sæti, þá afhentu þeir sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta í Reykjavík.

Sveinn Elías Hansson, 11.2.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo var konan með ,,hámenntaða" félags,,vísinda" konu í sínu liði, konu sem mjög er leitað til af fréttastofum Rauðsólar og RUV til álitsgjafar.

Konu sem segir kosningu í Garðabæ staðfesta að til séu karlrembusvín og að venjuleg prófkjör séu kúgunartæki sem karlar nota eikum til að kúga konur.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 12.2.2010 kl. 09:33

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jafnrétti byggir ekki á því að konur njóti meiri réttinda en karlar, heldur njóti jafnra réttinda. Huga þarf hins vegar að mismun kynjanna. Fúsk í skoðanakönnunum, prófkjörum eða forvali réttlætir ekki að verið sé að vinna að jafnrétti. Það kemur bara óorði á jafnréttið.

Sigurður Þorsteinsson, 12.2.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband