Alveg forviða!

Ég á ekki orð að lýsa undrun minni, við komum til Bretlands til þess að fara yfir samningamálin að nýju. Gömlu drögin gangi ekki, og Bretar verði að gefa eftir. Þá eru Bretar bara lítt hrifnir. Undrun Steingríms Sigfússonar er einlæg. Auðvitað átti hann von á að bresku samningamennirnir myndu stíga fagnaðardans. Þetta eru algjörir byrjendur í samningagerð þessir Bretar. Það var því vel til fundið hjá Steingrími að bjóðast til þess að senda Svavar út til bresku sendinefndarinnar til þess að halda fyrir þá stutt námskeið í samningagerð. Svavar tók fyrstu flugvél til Bretlands. Fyrsti kaflinn í námskeiðinu heitir, þú þarft ekki endilega að lesa samninginn til þess að skrifa undir. Sá sem fyrst skrifar undir vinnur.

Það er óþarfi hjá Steingrími að vanmeta Bretana þrátt fyrir hjákátleg fyrstu viðbrögð þeirra. Þrátt fyrir að þeir munu skrifa undir talsvert lakari samning munu þeir fagna. Það kom íslensku samninganefndarmönnunum verulega á óvart, að Bretarnir sögðust enn vera að fagna eftir síðasta samning og þá hlakkaði mikið til þegar þessum er lokið. Þá byrja þeir að fagna að nýju. ´

Íslensku samningamennirnir komu færandi hendi til Bretlands og færðu kollegum sínum 15 bestu fögn IBV, árið sem þeir urðu Íslandsmeistarar.


mbl.is Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það þarf að vakta þennan karl, hann er hætulegur.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.2.2010 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já hef sagt það fyrr og stend við það eitthvað er að og það er mjög alvarlegt, Steingrímur á að víkja hann er vanhæfur og stór hættulegur íslenskri þjóð! Jóhanna er ekki betri sér bara ESB í hillingum sem á að bjarga öllu.

Sigurður Haraldsson, 16.2.2010 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband