Óþarfa atvinnuleysi

Atvinnuleysi er í raun óþarfi. Það þýðir ekki að ekkert atvinnuleysi mælist, því talið er að 1-2% atvinnuleysi sé eðlilegt, þar sem fólk er að skipta um vinnu. Fyrirtæki er að leggja upp laupanna og fólk er að leita að vinnu við hæfi. Fullt af verkefnum bíða þessarar þjóðar, en óttinn lamar faramkævmdaviljann.

 Í stað þess að telja kjark í þjóðina velur ríkisstjórnin að eyða tíma sínum að verja stærstu mistök ríkisstjórnarinnar sem framkvæmd var strax í byrjun starfstímans, en þá sendi fjármálaráðherra kommúnistasnúða til samninga við Breta í stað fagmanna og hann hefur ekki ennþá haft manndóm til þess að viðurkenna mistök sín. Öll þjóðin veit hins vegar það sanna í málinu.

Hinn tími ríkisstjórnarinnar hefur farið í það að telja þjóðinni trú um það að ESBinnganga muni leysa öll vandamál þjóðarinnar. Þeim mun meira sem gert er í að sannfæra þjóðina verður þjóðin ESB aðild andsnúnari.

Við þurfum ríkisstjórn sem ákveður að leggja áherslu á að byggja upp efnahag þjóðarinnar en ekki að leggja áherslu á sín eigin gæluverkefni. Ef ríkisstjórn ákveður að eyða atvinnuleysinu þá er það hægt á tiltölulega stuttum tíma. Vilji er allt sem þarf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Gunnar Þórðarson

Ég er innilega sammála þér um að ef þessi ríkistjórn hefði önnur markmið en ESB og ICEsave t.d. hefði hún, ekki hækkað skatta á almening eða hækkað tryggingargjaldið á allar launagreiðslur, heldur sett á sig rögg, komið atvinnulífinu til aðstoðar með því að liðka til á öllum sviðum,þar með komið stjórnarandstöðuni á óvart væru bara þeir sem vilja vera atvinnulausir á skrá. Það hefði spara þjóðfélaginu stór fé.

Guðmundur Gunnar Þórðarson, 19.2.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband