1, 2 ... og 3

Jæja þá er spilaborgin, eða skjaldborgin, eins og sumir vilja kalla það, byrjuð að falla. Fyrst kom að því að fella hollensku ríkistjórnina hans Jan Peters Balkenede og síðan kemur að, Gordon Brown í Bretlandi og síðan þegar kemur fram á vorið fellur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar. Ferill ríkisstjórnarinnar er ekki ósvipaður og ferill Silvíu Nótt í Eurovision. Innihaldið var slappur brandari, hluti þjóðarinnar var frá sér numinn, en nú þegar söngurinn er búinn, vilja flestir að þetta sýningaratriði verði klárað og síðan burt.

Við eigum ekki að flýta okkur að gagna frá þessu máli. Þeir einu sem þurfa að flýta sér eru Hollendingar og Bretar. Við eigum að kjósa um þetta mál hér heima ...... og kolfella það.  

Fyrir hverju ætlar Jóhanna og Steingrímur að berjast. Ætla þau að segja þjóðinni ennþá að þetta sé það besta sem völ er á?


mbl.is Hollenska stjórnin fallin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er makalaust að hollenska stjórnin fellur og að sú breska er að falla, og það á undan íslensku ríkisstjórninni, sem ætti að vera fallin fyrir löngu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.2.2010 kl. 09:54

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já það er margt skrítið í kýrhausnum. Ég held að það verði allt brjálað ef kosningarétturinn verður tekinn af okkur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.2.2010 kl. 10:43

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég hlakka til kosninganna. Kýs á móti þessum samningum. Hvað ætla þeir að segja þjóðinni sem samþykktu ríkisábyrgð og þar með samningana á Alþingi? Ætla þeir þingmenn að selja okkur þá hugmynd að þetta sé það sem við eigum að samþykkja.

Þetta er eins og að borða góða máltíð. Njóta hvers augnabliks.

Sigurður Þorsteinsson, 20.2.2010 kl. 10:58

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já, það er ekkert annað en NEI í stöðunni hjá mér.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.2.2010 kl. 11:31

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það þarf að sækja að og tefja Fláráðabandalagið fram yfir 6 mars til þess að hindra frekari skemdarverk af þeirra hálfu.

Ég tek undir með ykkur að ég vona að þetta verði afgerandi NEI!!!

Þá getum við farið að rétta úr okkur aftur.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2010 kl. 12:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var það Icesave sem feldi Hollensku stjórnina Sigurður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2010 kl. 12:31

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel þó að ég sé ekki sá Sigurður sem þú átt við þá segi ég nei ekki nema að hluta. En stjórinn er fallin í Hollandi og það eitt er nóg við getum ekki samið við ekki neitt þannig að icesave fara sjálfkrafa í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá okkur og við kolfellum samninginn! Þá fyrst má fara að ræða við Hollendinga væntanlega nýja stjórn hjá þeim og Breta sem eru ekki í góðri stöðu gegn okkur!

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 13:04

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það má aldrei taka af okkur kosninguna hún snýst um lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 13:05

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

S.H. Auðvitað viljum við veg lýðræðisins sem mestan. En við megum ekki skjóta okkur í fótinn við framkvæmd þess. Ef eitthvað kemur upp á borðið fyrir kjördag sem er betra en það Icesave bull sem er uppi núna þá er ljóst að kosningin mun snúast um lög sem aldrei verða framkvæmd. Kosningarnar kosta 200 milljónir er það þess virði til þess eins að fylla í formið, ef það sem kosið er um er þegar farið út af borðinu? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2010 kl. 13:18

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er rétt að taka það fram, til að forða misskilningi, að ég ætla að segja nei, fari kosningin fram.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2010 kl. 13:19

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá þér Axel..Enda er þetta orðið svo mikið rugl að það hálfa væri nóg!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.2.2010 kl. 13:24

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

IceSLAVE gefur vissulega innsýn í 3 lélegar ríkisstjórnir þar sem sú íslenska hlýtur að hljóta PÁLMANN sem LÉLEGASTA ríkisstjórn sem sést hefur hérlendis síðan Jörundur hundraðdaga kóngur var við völd. 

Tek heilshugar undir orð þín: "Ferill ríkisstjórnarinnar er ekki ósvipaður og ferill Silvíu Nótt í Eurovision. Innihaldið var slappur brandari, hluti þjóðarinnar var frá sér numinn, en nú þegar söngurinn er búinn, vilja flestir að þetta sýningaratriði verði klárað og síðan burt."  Össur er á fullu við að reyna að bjarga lífi þessara AUMU ríkisstjórnar, og SteinFREÐUR er að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi, en því verður bara ekki bjargað.  Ímynd hans er kominn niður í ræsið.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 20.2.2010 kl. 19:25

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Axel ég játa að ég þekki ekki það mikið til hollenskra stjórnmála til þess að segja til um styrkleika eða veikleika hollensku ríkisstjórnarinnar, en hún er fallin. Þekki til þýsku jafnaðarmannastjórnarinnar og hún hékk uppi á lyginni frá spunameisturunum, og mér skilst að það sama eigi um Bretland. Hvað okkur varðar þá var það fyrst skjaldborgin um heimilin, síðan að allar ákvarðanir smáar sem stórar áttu að vera teknar með þjóðaratkvæðagreiðslum, síðan kom að þjóðin ætti að taka ákvarðanir um það sem hún hefði vit á og Samfylkingin teldi að væri  þjóðinni hollt að taka þátt í. Loks var það að hafa alla umræðu opna, sem nú  með takmörkunum er að hafa lokaða þegar Samfylkingin teldi betra að hafa lokaða en opna, en samt hafa opna út á við . Svo var það þessi glæsilega niðurstaða, sem Samfylkingin stóð einhuga um, og hluti VG. 

Þjóðin bíður í ofvæni eftir að þessi ríkisstjórn fari í langt, langt frí.   

Sigurður Þorsteinsson, 20.2.2010 kl. 23:33

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kom skýrt fram í þessari frétt og öðrum að það var ágreiningur um framlengingu á veru Hollenskra hermanna í Afganistan sem felldi stjórnina, ekkert annað og því óþarfi að gefa annað í skyn.

Gott og vel stjórnina í frí...... en hvað skal koma í staðin? Hrunaflokkarnir? ........... Almáttugur! .....segi ekki annað þó mér sé ekki það orð tamt á tungu.

Hvað varðar álit þitt á Bresku stjórninni, þá deili ég því með þér. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband