Jóhanna segi af sér umsvifalaust!!

Það er með ólíkindum hvernig núverandi ríkisstjórn hefur haldið á Icesavemálinu. Steingrímur sagði að honum hafi verið falið það vandasama verkefni að semja um málið, og það gerði hann með því að draga fram tvo afdankaða kommúnista úr holum sínum og senda þá til Bretlands. Þar vissu þeir hvorki í þennan heim né annan og komu heim með öngulinn í rassinum. Þingmenn áttu síðan að samþykkja herlegheitin óséð. Í stað þess að viðurkenna þessi mistök hefur Steingrímur verið í feluleik, sem passar ágætlega því að Jóhanna hefur verið varla sést opinberlega síðan hún tók að sér verkefni forstæðisráðherra.  

Ríkisstjórninni hefur verið fyrirmunað að kynna málstað Íslands erlendis. Þau sem  hafa staðið sig í stykkinu eru Ólafur Ragnar Grímsson, sem er hataður af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar fyrir vikið, Eva Joly sem m.a. fékk ákúrur frá fjölmiðlafullra forsætisráðherra fyrir vikið og Icesave hópurinn sem ríkisstjórnin lítur á sem óvin. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar Anne Sibert og Þórólfur Matthíasson gera hvað þau geta til þess að skaða málstað Íslands.

Nú kemur Jóhanna Sigurðardóttir fram úr fylgsni sínu, og þá til þess að tjá sig við Times þar sem fram kemur að hætta sé á að Ísland  einangrist. Þá segir Jóhanna verðandi þjóðaratkvæðagreiðslu vera geta orðið markleysu þar sem betra tilboð liggi fyrir. Það að forsæisráðherra Íslands vogi sér að tala gegn málstað Íslands erlendis er næg ástæða fyrir umsvifalausri afsögn, en þegar hún síðan vogar sér að draga úr áhrifum á væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu hefur hún sýnt að það er brýnasta verkefni Íslendinga í dag að losna við hana úr stóli forsætisráðherra. Sjá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hreint með ólíkindum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.2.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sigurður það mætti halda að þú værir Framsóknarmaður og viljir nýta Icesave til að auka á þjáningar og sundurlyndi þjóðarinnar. Skamm, skamm!

Í fréttinni segir að Times telji að landið muni einangrast. Ekki ummæli Jósig. Auðvitað sjá allir að þjóðaratkvæðagreiðslan er orðin markleysa fyrst betra tilboð er komið.

Þú ert ekki sanngjarn í umfjöllun þinni. Það er svo sem hægt að klína einhverri kommagrýlu á Svavar en finnst þér það ganga með Indriða fyrrum ríkisskattstjóra?

Þú getur þess heldur einskis að fyrrum fjármálaráðherra, forsætisráðherra og seðlabankastjóri voru búnir að gangast inn á að borga tryggingarupphæðina á hærri vöxtum og styttri tíma.

Því er að nást árangur í að mjaka málinu í sanngjarnari farveg. Ég held að það sé ofsagt að forseti sé hataður af fylgismönnum ríkisstjórnarinnar. Fylgismenn forseta og ríkisstjórnar hafa lengst af verið sami hópurinn.

Ég held að þú ættir með fullri vinsemd að prófa að setja aðra plötu á fóninn. Hér er ein um upptök og orsök meinsins sem við erum að glíma við þessa dagana.

http://blog.eyjan.is/steben/2010/02/27/vogguvisa-i-kreppu/

Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.2.2010 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hræðsluáróður Samspillingarinnar hefur greinilega bitið þennan Gunnlaug í rassinn, hann hugsar ekki sjálfstætt og hefur greinilega ekki lesið annað en flokksáróður Samspillingarinnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2010 kl. 01:43

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig getur þjóðaratkvæðagreiðslan orðið ómarktæk?, það er verið að kjósa um seinni icesave samninginn, ekki einhver drög sem eru á umræðugrunni ennþá. Það verður vopn fyrir samninganefndina þegar seinni icesave samningurinn hefur fallið. Það sýnir mótherjum okkar að lýðveldið á Íslandi er virkt.

Það er svo spurning hvort maður ætti kannski að ganga í Framsókn. Ef skynsamir menn eru taldir vera í honum hlýtur að vera gott að vera þar. 

Gunnar Heiðarsson, 28.2.2010 kl. 01:51

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er enginn að tala um hræðslu nema þú Jóna. End virðistu ekki alveg í kúlinu. Náðirðu að lesa tengilinn sem ég setti inn hér fyrir ofan sem að útskýrir eðli vandans.

Gunnar þú gengur í Framsókn ef þú vilt stefna þjóðinni í botnlausar ógöngur í Icesave málinu. Ágætur samkennari minn í þýsku var að segja mér varðandi upplifun sína af framgöngu Sigmundar Davíðs síðustu mánuðina.

Hann sagði að í þýskri stjórnmálahefð þá væri það skylda stjórnmálamanna að´benda á lausnir. Það dugir ekki bara að mála skrattann á vegginn, ala á óvissu og sundurlyndi. Góður stjórnmálamaður vísar veginn út úr vandanum.

--> Útlistið fyrir mér hvar hin breiða og greiðfæra gata ykkar út úr vandanum liggur. Það hjálpar ekkert að vera með uppnefningar og gífuryrði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.2.2010 kl. 02:10

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur bæði Ingibjörg Sólrún og Kristrún Heimisdóttir hafa komið fram og útskýrt að með samþykkt á Brusselviðmiðinu hefur öll samningsdrög fallið niður. Ef Össur kemur ekki einföldustu skilaboðum yfir til Steingríms, þá er það ekki vandi þjóðarinnar. Auk þess sem Jóhanna var í sérstöku ,,ráðherrayfirráði" í ríkistjórn Geirs Haarde og hefði því átt að vara  fullkunnugt um stöu mála.

Frágangur á þessu Icesave máli er alfarið á ábyrgð Jóhönnu og Steingríms. Meira að segja Jóhanna hefur sagt opinberlega að sennilega ,,hefði veið" skynsamlegra að senda annan mann út en Svavar Gestsson. Í ljósi sögunnar fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé Jóhönnu sammála.

Sigurður Þorsteinsson, 28.2.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband