1.3.2010 | 23:33
Eitrað peð
Bæði Samfylkingin og VG hafa gefið út að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuð andstæðingur í pólitíkinni. Þetta er fjarri sanni. Ingibjörg Sólrún átti sína erfiðustu stundir í pólitíkinni þegar VG mældist með meira fylgi en Samfylkingin í skoðanakönnunum. Þess vegna var það henni létt verk að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Það var líka Ingibjörg Sólrún sem hafnaði því alfarið að taka VG inn í ríkisstjórnina eftir hrun, þrátt fyrir sterkan vilja innan Sjálfstæðisflokksins. Það var ekki fyrr en vinstri öflin tóku yfir í Samfylkingunni að möguleiki skapaðist að mynda vinstri stjórn Samfylkingar og VG.
Eftir kosningar var eins og Samfylkingin hafi náð öllu sínu fram í stjórnarmyndunarviðræðunum. Samfylkingin fékk forsætisráðuneytið, og utanríkisráðuneytið og höfuðmálið aðildarumsókn að ESB. Þetta var flokksforystu VG mjög erfitt, sem fengu fjármálaráðuneytið auk ábyrgðarinnar að semja um Icesave. Jóhanna var vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar, naut traust og virðingar. Fyrsti kvenmaður í stóli forsætisráðherra. Var öld Samfylkingarinnar runnin upp. Með inngöngu í ESB hafði Samfylkingin náð endanlegum sigri á VG sem forystuafl á vinstri og miðju íslenskra stjórnmála.
Á sama tíma og Jóhanna stjórnaði sínu liði með harðri hendi hóf hluti þingmanna VG sjálfstæða baráttu. Vinsældir Jóhönnu dvínuðu á sama tíma og Steingrímur stóð í ístöðin og virtist á tíma vera eini flokksformaðurinn sem hafði þroska til þess að vera í forystu. Enginn man lengur hverjir eru í þingliði Samfylkingarinnar, einungis dúkkur sem greiða atkvæði af hlýðni. Engin sjálfstæð skoðun. Vinsældir Jóhönnu eiga bara eftir að dvína og ekkert tekur við. Þingmenn Samfylkingarinnar eru eins og flugur fastar í kóngulóavef. Áður en ríkisstjórnin leggur upp laupana munu einhverjir þingmenn VG leggja fram þingsályktun þar sem fram kemur að aðildarumsókn að ESB verði dregin til baka. Það verður samþykkt. Þá verður niðurlæging Samfylkingarinnar algjör. Á þeim tímapunkti hefur VG tryggt sér varanlega forystu á vinstri væng íslenskra stjórnmála.
VG stærra en Samfylkingin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Fyrirgefðu Sigurður, en þetta er einmitt það sem fjórflokkurinn vill telja mönnum trú um og tryggir þeim völdin þrátt fyrir að þeir hafi sett þjóðfélagið á hausinn með heimskulegri stjórnun eða stjórnleysi. Fjórflokkurinn er bara 4 mismunandi litir hestar á sömu hringekjunni og fylgið er bara tilflutningur á sama fylginu innan fjórflokksins.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.