Er þjóðaratkvæðagreiðslan markleysa?

Jóhanna Sigurðardóttir segir að þjóðaratkvæðagreiðslan sé markleysa. Við skulum skoða það aðeins nánar. Ef þjóðin segir já í þessari atkvæðagreiðslu þá tekur í gildi ábyrgð á Icesave sem samþykkt voru á Alþingi. Samning sem Samfylkingin stóð einhuga um að samþykkja, með stuðningi með harðlínuliðinu úr VG. Nú þegar hefur verið sýnt fram á að hægt er að gera miklu betur. 

Ef þjóðin fellir samninginn er það mjög skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins, um að íslenska þjóðin lætur ekki troða á sér. Á þau skilaboð verður hlustað og að mun styrkja málstað okkar. 

jóhanna sig

 Af hverju segir Jóhanna Sigurðardóttir þá að þjóðaratkvæðagreiðslan sé markleysa. Af því að vanhæfur forsætisráðherra er í engum tengslum við þjóð sína.  Hún skaðar málstað okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mér finnst þetta skelfilegt. Er forsætisráðherra að gefa út svona yfirlýsingar til að fæla fólk frá að kjósa? Auðvitað verður neikvæð niðurstaða áfall fyrir Ríkisstjórnina. Vona að sem flestir mæti og kjósi. Er búin að nota facebook til að ýta undir það!

Kveðja úr Stafneshverfi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.3.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurbjörg, auðvitað getur íslenska þjóðin treyst því að þú stendur með henni. Við segjum Nei á Laugardaginn.

Sigurður Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 23:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Æ-i ,hvað ég verð fegin þegar,þegar hún er ekki lengur forst.ráðherra.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Helga mín, þú talar fyrir hönd æði margra. Innan Samfylkingarinnar er vaxandi órói og baráttan um formannsslaginn er byrjuð. Þar fara fremstir Árni Páll og Dagur sem á erfitt með að beita sér og síðan er tilkölluð Kristrún Heimisdóttir sem vill leiða flokkinn yfir á frjálslyndari brautir.

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2010 kl. 00:00

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

En til að halda því til haga..Ég dáðist að Jóhönnu þegar hún var félagsmálaráðherra fyrir hrun..Þannig vil ég muna kellu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 00:19

6 Smámynd: Njáll Harðarson

Auðvitað er þetta Markleysa og Skrípaleikur EF þjóðin segir NEI, en ef hún segir JÁ þá er það silfurfat undir tékkann handa Bretum. Semsagt bara Skrípaleikur ef Jóhanna tapar, Þannig lítur Jóhanna á þetta mál.

Hún segist reyndar ætla að sitja heima, ég spyr, kýs maður um lög á Alþingi og svo aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin sem maður kaus um fyrr, hafa Jóhanna og aðrir þingmenn TVÖ atkvæði um sama mál, er ekki eitthvað bogið við þetta. Vissi alltaf að þingmenn væru tvisvarsinnum meiri persónur en venjulegur þjóðarómagi

Njáll Harðarson, 5.3.2010 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband