Er frekjan nú, ganglegur eiginleiki?

Almenningur vill að flokkarnir á Alþingi vinni saman að því að finna lausn á Icesavelausninni, og setji þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Skoðum aðeins þegar Steingrímur sendi Svavar og félaga út í byrjun. Ekki var ljóst til hvers sú ferð var farin, því Steingrímur upplýsti Alþingi að ekki stæði til að ganga frá samningi. Svo verður þetta vandræðalegt því Svavar er á leiðinni heim með glæsilegu niðurstöðuna. Þegar heim var komið átti Alþingi að samþykkja samninginn óséðan, og það voru allmargir stjórnarþingmennirnir tilbúnir til að gera. Síðan kom langur tími til þess að fá gögnin á borðið og á þeim tíma rann upp fyrir hluta VG og stjórnarandstöðunni og hér hafði efnahagur íslensku þjóðarinnar verið settur í stórhættu.

Við þessar aðstæður var sannarlega þörf fyrir samráð, en hver átti að stýra því samráði. Hver var til þess hæfastur. Jóhanna Sigurðardóttir? Hún hefur sannarlega fengið orð fyrir að vera dugleg, og hugsjónamanneskja, en hún hefur aldrei fengið orð fyrir að vera auðveld í samstarfi eða lipur í mannlegum samskiptum. Lýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar á færni Jóhönnu í að vinna með öðrum, t.d. sem ráðherra í ríkisstjórn eru eftirminnilegar. Hún sleppir sér, stappar niður fótum, skellir hurðum, fer í fýlu. Að þessu leiti er hún það sem kallað er frekja. Gera verður greinarmun á frekju og ákveðni. Þó frekja geti sannarlega komið sér vel á hún varla við hér.

Það var ekki Jóhanna Sigurðardóttir, eða Steingrímur Sigfússon sem fékk stjórnarandstöðuna í því að lagfræða þessa samninga. Það var hluti VG sem það gerði. Jóhanna var brjáluð. Gamlir taktar tóku sig upp. Ögmundur Jónasson varð að segja af sér, fyrir það eitt að fá menn í samráð. Þingflokkur Samfylkingarinnar stóð einhuga í því að vilja samþykkja afarsamninginn.

Aftur þegar samninganefndin var send út var það gert án samráðs við stjórnarandstöðuna. Að vísu var Svavar ekki sendur með. Hann var lokaður í skammarkróknum hér heima. Aftur er komið heim og nú er það ekki glæsiniðurstaða Svavars, heldur Indriða. Nú skal þetta í gegn með góðu eða illu. Það fór afskaplega lítið fyrir samráði. Meirihlutinn sendi nægjanlega marga órólega í frí og keyrði málið í gegnum þingið.

Þá kemur að þætti Ólafs. Aftur kemur frekjuþáttur Jóhönnu fram. Í stað þess að sætta sig við niðurstöðuna missir hún sig. Aftur kemur hluti VG til hjálpar og samráðsferli fer í gang. Jóhanna viðurkennir ,,undir þrýstingi" að mistök hafi verið gerð varðandi skipan samninganefndarinnar. Eina leiðin til þess að bjarga ríkisstjórninni er að fá nýja samninganefnd og byrja að vinna með stjórnarandstöðunni. 

Í öllu þessu ferli hefur Jóhanna átt afar erfitt með sig. Nú við að klára þetta mál, leggur Jóhanna áherslu á hlýðni innan stjórnarflokkana. Það bendir ekki til þess að áhersla sé lögð á samráð. Jóhanna telur að leiðin sé að stappa niður fætinum, krefjast hlýðni, og ,,segja það er ég sem ræð". Úrslit þjóðaratkvðagreiðslunnar segir minnihlutanum í VG ekki að þau eigi að hafa hægt um sig. Niðurstaðan í þessu máli verður ekki fengin fram með verkstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú er komið tími til þess að setja hana í skammarkrókinn eins og gert var með Svavar. Annað hvort tekur Dagur Eggertsson, Árni Páll, eða Kristrún Heimisdóttir við verkstjórn í þessu máli, eða VG.

Frekja og samráð fara nefnilega illa saman. 


mbl.is Samstarf orðið aukaatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góður pistill hjá þér Sigurður.

Hreinn Sigurðsson, 10.3.2010 kl. 08:26

2 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Takk fyrir yfirreiðina Sigurður. Sammála. Tel ekki að núverandi stjórn með hjálp hlýðnivandar Jóhönnu ráði neitt við þetta. Enda snýst þetta ekki lengur bara um stjórnarflokkana og átti reyndar aldrei bara að gera það, heldur um einskonar þjóðstjórn í málinu eins og Brekar og Hollendingar kröfðust á seinni tímum. Þetta eru of stór mál og erfið viðfangs sem þurfa miklu meiri samstöðu á þingi og með þjóðinni en ríkisstjórnin hefur getað viðurkennt hingað til, ólíkt VG broti Ögmundar og fleirum.

Það þarf ÞJÓÐSTJÓRN og það strax.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 08:26

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvar værum við stödd nú, ef stjórnin hefði farið þá leið í upphafi að vinna þetta ólánsama icesave mál með stjórnarandstöðunni?

Fólk sem ekki getur unnið með öðrum og þolir illa gagnrýni á ekki að vera í pólitík. Þetta virðist eiga við formenn beggja stjórnarflokkanna og eiga þeir því að stíga til hliðar.

Gunnar Heiðarsson, 10.3.2010 kl. 08:37

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég get alveg ímyndað mér að ráðgerð uppstokkun og fækkun ráðuneyta verði í leiðinni notað sem tilefni til að skipta um forsætisráðherra. Steingrímur verði látinn taka við. Það er eina leiðin til að þétta raðirnar.

Gísli Ingvarsson, 10.3.2010 kl. 09:07

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hugsanlegt væri að fá einhverja utanaðkomandi verskjórn, en ef raunverulegt samstarf á að ríkja getur ekki gengið að einn, eða ein ráði öllu.

Sigurður Þorsteinsson, 10.3.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband