Fyrst sparkað út og svo inn?

Ögmundur Jónasson var í þeirri sérstöðu stöðu að þurfa að segja af sér að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann taldi samráð um Icesave einu raunhæfu leiðina. Jóhanna taldi það algjöran óþarfa. Eftir að ljóst var að ríkisstjórninni varð ljóst að hún gat ekki klárað Icesave, var leitað til stjórnarandstöðunnar til þess að leysa dæmið. Með hundshaus þó. Ögmundur var meðhöndlaður eins og hann væri holdsveikur. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur Ögmundur styrkst mjög. Jóhanna vill meiri einingu inn í ríkisstjórnina og vill þagga niður í Ögmundi með því að bjóða honum ráðherrasætið. Það er afskaplega ólíklegt að þetta dugi til. Það er komið nýtt landslag. Ögmundur getur gert kröfur. Það er ólíklegt að Jóhanna Sigurðardóttir vilji slíkar málamiðlanir. Það er líka ólíklegt að þetta útspil dugi til. Brestirnir í ríkistjórnarsamstarfinu eru orðnir of miklir. Það þarf meira en hjónabandsráðgjafa til þess að lagfæra það sem farið hefur úrskeiðis. Ögmundur þarf ekki inn, en ríkisstjórnin þarf á honum að halda. Því getur hann gert kröfur. Vill hann utanríkisráðherrastólinn? Hvað vill hann fyrir annað af sínu fólki? Ögmundur vill ekki að honum verði sparkað inn að nýju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband