Reiði Samfylkingarinnar

Horfði á stórmerkan þátt með Sigmundi Erni á INNTV í gærkvöldi. Það var reiður Sigmundir Ernir fjallaði um atvinnuleysið. Þetta væri algjörlega ólíðandi. Harmleikur fyrir alla þá sem atvinnuleysið snertir. Gestur Sigmundar var Kristján Möller sem sagði okkur frá því að þrátt fyrir hrun væri verið að eyða meiru í vegagerð en oftast áður. Í fyrra hefði þannig verið að eyða umtalsverðum fjármunum í Héðinsfjarðargöng og samgöngumannvirkjagerð skapaði atvinnu.

Sigmundur Ernir sagði að atvinnuleysið væri  ekki ríkinu að kenna, ríkisstjórnin væri að gera sitt í atvinnuuppbyggingunni, en það væru sveitarfélögin og fyrirtækin sem væru að bregðast!!!!!

Ég sperrti upp eyrun og horfði á Sigmund Erni með athygli. Var hann undir ,,á einu augabragði" áhrifum? Ef Samfylkingarmenn tækju upp á því að drekka vatn svona til tilbreytingar, ættu einhverjir góðviljaðir að benda þeim á að ríkisstjórnin er stjórnað af Jóhönnu Sigurðardóttir og þaðan ætti forysta í aðgerðum gegn atvinnuleysi að koma.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þú veist það Sigurður að sumt er alltaf öðrum að kenna. Það er lögmál. Á einu augabragði er hægt að kenna sveitarfélögunum atvinnuleysið :(

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.3.2010 kl. 07:52

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þessir vit og veruleikafirrtu stjórnarliðar kenna öllum öðrum um eigið getuleysi

Hreinn Sigurðsson, 11.3.2010 kl. 09:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má nú minna Möllerinn á að það eru erlendir verktakar, sem sjá að mestu um gerð Héðinsfjarðargangna. Honum hefur ekki þótt það hentugt að nefna, fyrst verið var að reyna að gera mikið úr aðgerðum gegn atvinnuleysi.  Kristján Möller er sennilegast gagnslausati stjórnmálamaður Íslandsögunar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 13:47

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Var bjáninn sæmilega edrú ?

Jens Sigurjónsson, 11.3.2010 kl. 18:25

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég játa fúslega að þessi þjáttur var mjög vandræðalegur. Ég hélt að það yrði fengur að Sigmundi Erni á Alþingi. Hann er ekki fyrsti fjölmiðlamaðurinn sem stendur ekki undir væntingum á þingi.

Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 20:20

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Siggi ég hélt líka að Sigmundur yrði hinn sæmilegasti þingmaður.

En raunin er sú að hann er einhver mesti skussi sem hefur verið á þingi.

Jens Sigurjónsson, 11.3.2010 kl. 22:48

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þvi miður hefur það verið oftar en ekki, að fólk sem kemur inn í stjórnmál úr fjölmiðlum, hefur staðið sig mjög illa.

Það eru að sjálf sögðu undantekningar á þessu en Sigmundur Ernir er ekki í þeim hóp. 

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband