Að beita lögum

Flugumferðarstórar eru óhressir með að til stóð að setja lög til þess að stöðva verkfall þeirra. Það er með ólíkdindum dómgreinarleysi hjá stétt sem er vel launuð að ætla í verkfall við núverandi aðstæður. Fjölmiðlar þurfa að fjalla um launakjör þeirra og menntunarkröfur til þess að almenningur fái rétta mynd af málinu. Almenningsálitið er að öllum líkindum á móti flugumferðarstjórum. Ef verkfallsvopnið er misnotað á þennan hátt, verður að endurskoða það. Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir að sýna ákveðni í þessu máli.
mbl.is Lög leysa engan vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála þér með að Ríkistjórnin og Stjórnarandstaðan eiga hrós skilið fyrir þessi vinnubrögð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2010 kl. 20:42

2 Smámynd: Hamarinn

Þó ég sé á móti svona inngripi í deilur, þá er það stundum nauðsyn eins og við núverandi aðstæður.

Það gengur ekki að menn í þessari stöðu, geti eyðilagt það uppbyggingarstarf sem verið er að reyna að framkvæma.

Það er ekki til heil hugsun hjá þessum mönnum.

Hamarinn, 11.3.2010 kl. 20:47

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég hef bloggað um þetta og er sammála. Það að ein stétt geti á svona skelfilegum tímum hjá þjóðinni, lagt stein í götu margra stétta, er ólíðandi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.3.2010 kl. 21:39

4 identicon

Er ekki í lagi að setja lög á þá eins og (oft) hefur verið gert við sjómenn.

Sigurveig Signý Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband