Er atburðarásinni alfarið stjórnað af ,,spunameisturum"

Sigmundur Davíð er með mjög áhugaverða grein á visi.is

 

 sigmundur davíð

Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum.

Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum.

Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

 Blaðamenn og aðrir sem eru í Samfylkingunni og V.G fara mikinn á vef DV þar sem þeir þola ekki að fólk hafi séð í gegnum fléttuna maður gæti haldið að DV væri gamalt flokksblað það nánast er argað á þá sem hafa aðra skoðun og með rökum um hvernig þetta mál er allt hannað í sögðu og ósögðum fléttum með hálfsannleik og dylgjum.

Mér finnst það sem ljótast er í þessu máli er að FJÁRMALARÁÐHERRANN SKULI SKRIFA UNDIR SAMNINGINN Í FYRRA VOR VITANDI ÞAÐ AÐ EKKI VAR ÞINGMEIRIHLUTI FYRIR HONUM. Með þeim gjörningi lítilsvirti hann Alþingi Íslendinga og viðsemjendur okkar. Hver treystir manni sem kemur svona fram fyrir hönd þjóðarinnar? HVAR Í HINUM SIÐMENTUÐUM  MYNDI RÁÐHERRA SEM HEFUR KOMIÐ SVONA FRAM EKKI SAGT AF SÉR, VERI REKINN ÚR EMBÆTTI.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.3.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Spunameistar Samspillingarinnnar, Lady GaGa & SteinFREÐS fara ávalt á kostum, í neikvæðri merkingu þess orðs - ljúga & blekkja ítrekað - sorglegt & stórhættulegt lið!

Ekki hægt að orða þetta betur: "Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum."

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 13.3.2010 kl. 09:24

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður punktur hjá þér Sigurður Spunameistarar stjórnarinnar eru farnir að ganga fram af sjálfum sér. Spuninn er algjör. Spunin dagsins í dag gengur út á að hlaupa enn einu sinni frá samstöðunni og sáttinni. Það stefnir því í annað stórslys.

Jón Baldur Lorange, 13.3.2010 kl. 11:32

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er með ólíkindum að fólk sem er með hvað lengstan þingsetutíma skulu ætla að enda sinn pólitíska feril á þennan hátt. Það er vonandi að þau dragi sig í hlé hið fyrsta. Það er nóg komið af lygum og svindli.

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2010 kl. 16:10

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú fullmikið lagt hér út af orðum Sigmundar Davíðs. Finnst líka málflutningur Jakobs Þórs með afbrigðum barnalegur. Hann fer hamförum um alla bloggheima að uppnefna sér í lagi Jóhönnu og Steingrím auk Samfylkingar. Reyndar hætta náttúrulega felstir að taka mark á svona athugasemdum. En honum til upprifjunar væri holt að googla dálítið um hverjir voru hér við stjórn á árunum þegar helmingaskipti þóttu eðlileg. Vinir eins flokk fengu einn banka og þá þurftu vinnir annars flokks að fá hinn bankan. Ráðherra sem varð Seðlabankastjóri, fékk síðan Vís á silfurfati ásamt vinum sínum og eignaðist Frumherja fyrir lítð. Og eyddi siðan með fleirum um 30 milljörðum úr fyrrum tryggingarfélagi. 

Jakob ætti kannski að nefna dæmi um alla Spillinguna sem Samfylkingin hefur sýnt á meðan hún var í Ríkisstjórn. Alveg klárt þau gerðu mistök en ég vill vita um alla spillinguna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2010 kl. 21:49

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefði líka getað tekið dæmi um Pabba Sigmundar - Þróunarsjóðinn- Kögun - Ratsjárstöð  og fleira. Eða Bjarna Ben og Vafning.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband