Hvað þýddi þjóðaratkvæðagreiðslan?

Strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave fór að bera á því að einhverjum var ekki ljóst um hvað var kosið. Þar sem þetta vefst fyrir fólki skulum við skoða málið:

Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar.

Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?

Svarkostirnir eru tveir:

Já, þau eiga að halda gildi

Nei, þau eiga að falla úr gildi

Sem sagt meirihluti Alþingis hafði samþykkt lög, en Forseti Íslands neitaði að skrifa undir þau. Ef kjósendur segðu já, þá voru þessi lög tekin í gildi og ríkisábyrgð var komin á þann samning sem gerður hafði verið við Breta og Hollendinga. Ef við sögðum nei voru þessi lög fallin úr gildi og nýtt tækifæri gafst til þess að semja betur.

 Fyrir kosningarnar sagði Jóhanna Sigurðardóttir að þessar kosningar væru markleysa. Nú, já. Hentaði henni ekki það að málið  yrði borið undir þjóðina. Steingrímur Sigfússon hafði sagt að hann stæði og félli með Icesave. Það stóð auðvita ekki því kosningarnar voru líka markleysa í hans huga, þar sem verið var að fella samning sem hann bar ábyrgð á. Jóhanna sagðist ekki ætla að kjósa og gaf þar með skýr skilaboð um að stuðningsmenn hennar ættu að sitja heima. Steingrímur kaus heldur ekki. Það er því auðvitað mjög eðlilegt að auk hinnar skýru niðurstöðu kosninganna að málið sé mikill ósigur Jóhönnu og Steingríms.

Þrátt fyrir að um 94% kjósenda hafi sagt nei, koma nú  sjálfskipuðu ,,sérfræðingarnir" fram og reina að gera lítið úr niðurstöðum kosninganna. Nú dregur Egill Helgason Jón Ólafsson í viðtal, sem mest allt var fullt af órökstuddum dylgjum. Hann sagði kosningarnar óljósar, og líkti þeim við kosningar í alræðisríkjum. Sumir kjósenda væru að fella samningana vegna þess að þeir væru á móti því að greiða fyrir Icesave og hina sem teldu að hægt væri að gera betri samninga.

Jú, jú, en samkvæmt lögunum bar að kjósa um hvort lögin myndu standa eða ekki. Alveg skýrt. Þeir sem kusu Jóhönnu Sigurðardóttur geta líka kosið hana af mismunandi ástæðum. Einn hópur kýs Jóhönnu vegna þess að hún hefur verið fylgin sér við að berjast fyrir þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, aðrir kjósa hana af því að hún hefur þótt dugleg, þriðji hópurinn kýs hana því að hún er fulltrúi fyrir samkynhneigða og svo gæti einhver hópur kosið hana af því að hún hefur lögulegan bossa. Þegar Jóhanna er kosin, þá geta kjósendur haft misjafnar ástæður en það sem gildir er að Jóhanna var kosin, fremur en einhver annar og það gildir.

Tilraunir ,,sérfræðinganna" er aumkunarverð tilraun til þess að gera lítið úr þjóðinni. Það voru margir sem stóðu í lappirnar í þessu máli. Það var Ólafur Ragnar, það var Ögmundur, það var Eva Jolý og nú er nýjasti félaginn Össur Skarphéðinsson. Það liggur við að maður fyrirgefi Össuri að hafa stutt ömurlega Icesavesamninga allan tímann. Þetta er spurningin um að standa með þjóðinni. 

Það var ekki kosið um hvort ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Fari hún ekki að standa sig, og hysja upp um sig brækurnar getur verið að þjóðin segi skoðun sína afar skýrt. Það mun þá gerast fyrr en síðar. Það mun þá ekki þýða að eitt eða neitt með Icesave, heldur að heildarframmistaða ríkisstjórnarinnar hafi verið  óviðunandi. 


mbl.is Umræða um Icesave skilað árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Algjör brandari að hlusta á röksemdarfærslur þessara manna.

Ekkert sem þeir segja hefur nokkra stoð í rauveruleikanum borið saman við söguna. 

Áfengisbann var ekki fullkomin lausn við ofdrykkju samt var kosið um það.

Að krefjast þess að kostirnir í kosningu séu svo skýrir að ekki megi álikta eitthvað út frá þeim er algjör della og froða.

Það er eins og að segja að kosningar eigi að leysa efnahagsvanda. Svona bull er óendanlega heimskulegt.

Vilhjálmur Árnason, 15.3.2010 kl. 17:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta var gersamlega hneykslanlegt viðtal við hann Jón Ólafsson – sá gerði lítið úr þjóð sinni, viti hennar á málinu og áhrifum hennar á löggjöfina. Málið var í 100% réttu "ferli" (eins og nú tíðkast að segja). Stjórnskipunarlega rétta ferlið var, að eftir málskot forsetans færi þetta til úrskurðar þjóðarinnar. Hún þurfti ekkert á vanviti Jóhönnu um málið að halda – né öllum álitsgjöfunum sem reyndu að rugla hana (þjóðina) í ríminu með því að búa til einhverja þokuþvælu um það, hvað já og nei þýddi. Þjóðin gerði það, sem forsetinn gaf henni kost á: að staðfesta eða fella löggjöfina frá 30. des., og sannarlega féll hún með brauki og bramli, 98,1% þeirra, sem tóku afstöðu, sögðu nei við þeim ólögum.

Síðan hefur komið í ljós í skoðanakönnun MMR, birtri 8. marz, að 59,4% aðspurðra segja, að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast Icesave-greiðslurnar yfirhöfuð. ENGINN þingflokkur á Alingi hefur bein í nefinu til að segja þetta með yfirgnæfandi meirihluta almennings. En Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave eru nákvæmlega með þessa stefnu í málinu.

Hafðu heilar þakkir, Sigurður, fyrir góða yfirlitsgrein, sem ég er að flestu leyti sammála, en sjálfur hafði ég ætlað mér í meira en sólarhring af svara þessum fádæma-grófa málflutningi Jóns Ólafssonar með einhverjum hætti.

Jón Valur Jensson, 15.3.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband