Hin nýja einkavæðing bankanna

Einkavæðing bankanna 2002 var afar umdeild á sínum tíma. Ef ég man rétt lagði Davíð Oddson til að bankarnir yrðu í mjög dreifðri eignaraðild, Pétur Blöndal lagði til að öllum landsmönnum yrði sent hlutdeildarbréf í bönkunum. Samfylking og Framsóknarflokkur lögðust gegn svo dreifðri eignaraðild og settu fram hugmynd um kjölfestufjárfesta sem eignuðust stóra hluti og síðan yrði minnihlutinn í dreifðri eignaraðild. Framkvæmdin fór síðan úr böndunum og væri full ástæða að á henni færi fram sérstök rannsókn. VG var á móti einkavæðingu bankanna, vildi að eignaraðildin yrði áfram hjá ríkinu.

Nýlega for síðan fram önnur einkavæðing bankanna. Hafi sú fyrri verið umdeilanleg sýnist mér sú seinni vera mun  gagnrýnisverðari. Nú voru það ekki innlendir útrásarvíkingar sem keyptu, heldur fengu vogunarsjóðir og erlendir braskarar bankana afhenta á silfurfati. Í stað þess að ná leiðréttingu fyrir landsmenn á skuldamálum heimila og fyrirtækja er þessum aðilum veitt skotleyfi á liðið. Ákvörðunin virðist vera eins og því miður margt hjá þessari ríkisstjórn, tekin án þess að nokkur stefna sé til staðar. Því skiptir hver og ein ákvörðun engu máli. Í ljósi gagnrýninarinnar á fyrri einkavæðnigu bankanna er sú nýja nánast glæpsamleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir aðila áttu því miður bankana eftir hrun þeirra.  Þetta er ótrúlega leiðinleg afleiðing þess að bankarnir fóru á hausinn.  Ég hef ekki enn fundið út hverjir eiga bankana.  Ekki eru það nafnlausir sjóðir?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.3.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg, setti þessi máttlausa ríkisstjórn einhverja punkta á blað? Þetta er það sem Bandaríkjamenn kalla ,,gona doers".

Sigurður Þorsteinsson, 23.3.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband